Aldrei hefur forleikur bandarískra forsetakosninga verið eins skrautlegur, og eru þær þó heimsfrægar fyrir hörð átök og glysmiklar auglýsingar og átök á milli frambjóðenda

Halda menn virkilega að heimurinn verði nokkurntímann samur og hann var fyrir heimsfræga 4 ára valdatíð meistara Donalds Trump? Ónei, sama hvað gert er, hvort sem hann er ofsóttur eða ekki, hann hefur sett mark sitt á söguna til frambúðar. Amen.

Verið getur að hann sé sekur um það sem hann er ákærður fyrir, en gleymum því þá ekki að mörg mestu mikilmenni sögunnar voru einnig dæmd og sek á sama tíma og þau breyttu sögunni. Var ekki Jesús Kristur dæmdur glæpamaður í augum valdhafanna á sinni tíð og er hann þó ekki dýrkaður enn þann dag í dag?

Var ekki Brúnó drepinn fyrir að halda því fram að stjörnurnar væru sólir í órafjarlægð og að jörðin væri ekki miðja alheimsins? Eru ekki hans kenningar ríkjandi í dag? Jú, svo sannarlega.

Um það leyti sem Joe Biden var kosinn forseti Bandaríkjanna skrifaði ég á ágæta vefsíðu Gunnars Rögnvaldssonar athugasemd þar um undarlegan draum sem mig hafði dreymt, að Joe Biden yrði kosinn, en að Donald Trump hafi setið á öxlum hans í fuglslíki og ekki vikið frá honum í gegnum forsetatíð hans alla. Merkilegt nokk að sá draumur virðist hafa ræzt hjá mér, því þetta er þannig enn. Demókratar hafa völdin en eru með Donald Trump á heilanum og una sér ekki hvíldar fyrr en hann er dauður, eða lögsóttur og fangelsaður í hel. Hvílík heift og hatur í demókrötum, fyrir að segja og gera ákveðna hluti sem kannski eru réttir.

Enn vil ég vitna í annan góðan bloggara, Ómar Geirsson, en hann sagði að áhlaup Trumpistanna á Þinghúsið væri ekki eins mikil árás á lýðræðið og að koma Gervi-Trump til valda, óhæfum manni, Joe Biden, sem myndi ekki verða Bandaríkjunum til blessunar. Hefur það ekki gengið eftir? Er ekki skelfilegur eiturlyfjafaraldur þar að fella ungt fólk í blóma lífsins og eru ekki skuldir Bandaríkjanna ótrúlega miklar? Og hefur ekki Joe Biden og sonur hans sterk tengsl við Úkraínustríðið og vopnaframleiðendur, gróðabraskarana og elítuna forríku í heiminum?

Sú hreinsun sem Trumpistar hafa verið að boða hlýtur að fara fram. Með slíkri hreinsun yrði gerð leiðrétting á kjörum fólks, þannig að bankastjórar með milljónir á mánuði verði sviptir ofurauðævum sínum og að verst setta fólkið fái miklu hærri bætur, virðingu og aðstoð á allan hátt.

Þetta er það réttlæti sem fólk heimtar. Réttarhöld yfir Trump snúast um formgalla og að hafa ekki farið að settum reglum í frekar léttvægum málum, sem snúast um hegðun, form og hlýðni við spillt kerfi.


mbl.is Enn ein ákæran á hendur Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 674
  • Frá upphafi: 108430

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband