Jafnréttið er framtíðin - óútgefin útgáfa og útgefin frá 2003 til umfjöllunar - hljómdiskur eftir mig, (Insol/Ingólfur S) - plötugagnrýni.

Ég tek vínylplötur einatt upp á tónbönd - tónsnældur - og hlusta þannig á spólur mest.  Hljómplötur spara ég og hljómdiska. Ég tek upp með Dolby-C þannig að snarkið heyrist mest í hljómplötunum og S-hljóða tíðnin mýkist öll við afspilun.

Það eru fleiri en  tvær ástæður fyrir því að ég hef ekki endurútgefið þessa hljómdiska mína á vínyl. Aðallega vegna þess að ég hef ekki efni á því, það er svo dýrt, en þó einnig vegna fullkomnunaráráttu. Ég vel aðrar upptökur og önnur lög en komu upprunalega út árið 2003, hvað þessa hljómplötu varðar.

 

Hér er upprunalegi lagalistinn, eins og þetta var gefið út 16. febrúar 2003:

 

1. Jafnréttið er framtíðin (6:03)

2. Kúgaðu allar konur (4:43)

3. Jafnréttið á að ríkja (8:16)

4. Endalokin séð í nýju ljósi (7:50)

5. Stelpur stinga (4:32)

6. Ríkir jafnréttið núna? (5:35)

7. En sérð þú ekki eymdina? (12:43)

8. Sumar í helvíti (5:24)

9. Sannleikurinn er ekki í blöðunum (10:36)

10. En sérð þú ekki vonleysið? (8:42)

 

Hér eru lög valin saman úr "demó"upptökum og hljóðblönduð þannig að tilbúin er útgáfa á vinyl:

 

Hlið A:

 

1. Jafnréttið er framtíðin (8:38)

2. Gleypt af þessu Evrópusambandi (2:23)

3. Konur þurfa miklu hærri laun (3:29)

4. Nú almenningur ábyrgð þarf að taka (5:42)

5. Jafnréttið í þér (2:24)

 

Hlið B:

 

1. Jafnréttið er framtíðin (Taktur og tregi) (3:19)

2. Stelpur vil ég stórar (2:12)

3. Jafnréttið er okkar martröð (2:25)

4. Endalokin séð í nýju ljósi (3:50)

5. Sumar í Helvíti (2:10)

6. Jafnréttið er fortíðin ef það fer allt í hringi (2:25)

7. Og Kárahnjúkar drukkna, foldin fögur (4:43)

 

Demóupptökur þurfa ekki að vera verri. Þær geta verið af sömu hljómgæðum eða betri hljómgæðum. Auk þess og það er kannski mikilvægasta ástæðan: Fjölmörg lög eftir mig og aðra tónlistarmenn eru aldrei tekin upp nema sem demó, sem sagt til að prófa lagið og láta það hljóma.

Fjögur laganna í seinni útgáfunni voru samin fyrir framan hljóðnemann og engin grip voru notuð, en gripin sett síðar. Það er kallað spuni og þekkist mest í jazztónlist en einnig í öðrum greinum tónlistar eitthvað, en mismikið.

Ég er ekki enn búinn að læra þessi lög og því hef ég verið að æfa þetta og prófa aftur, en það tekur langan tíma að læra þetta, því lögin eru mjög flókin og ljóðin líka, textarnir.

Það er meira en að segja að læra þetta. Sérstaklega þegar ólíkar ljóðmyndir og hugmyndir koma fram í textunum og lögin eru jazzskotin og ekki lagræn, og ég geri það viljandi.

Þetta var ætlun mín frá upphafi. Að gefa út vinylplötur sem yrðu eins flóknar og hjá gömlu meisturunum á hippatímanum, þar sem progrokk var einna fyrirferðamest, framsækið rokk á íslenzku. Framsækið rokk er blanda af sýrutónlist, þjóðlagatónlist, rokki, jazz, blúsi og svo sígildri tónlist og jafnvel enn fleiri tónlistarstefnum.

Í þeim fjórum lögum sem voru samin fyrir framan hljóðnemann koma flest grip fyrir, allt að tuttugu mjög flókin grip í hverju einasta lagi, meira en að segja það að læra það, hvað þá utanað, mjög erfitt mál.

Þessi lög eru:"Gleypt af þessu Evrópusambandi", "Jafnréttið í þér", "Jafnréttið er okkar martröð" og "Jafnréttið er fortíðin ef það fer allt í hringi".

Tvö mjög grípandi lög eru á þessari útgáfu plötunnar, "Stelpur vil ég stórar" (feitar er merkingin, þetta orð er notað til að stuðlun komi), og svo lagið "Konur þurfa miklu hærri laun."

Bæði þau lög urðu til auðveldlega, vegna innblásturs. Það fyrra í Menntaskólanum í Kópavogi í kennslustund árið 1992 og það seinna árið 2003 í svona upptökulotu þann 4. júní 2003, þegar ég tók upp alla nóttina og fram á kvöld, marga klukkutíma í einu samfleytt, tugi laga.

Síðan þykir mér svolítið vænt um lagið "Og Kárahnjúkar drukkna, foldin fögur." Það er harmþrungið og fallegt lag um Kárahnjúkavirkjun og gegn þeirri virkjun.

"Nú almenningur ábyrgð þarf að taka" er raunar einnig um sama efni og er einnig ágætt lag, um umhverfisvernd, á jafnréttisplötu. Hvort tveggja hrein vinstrimál, sem ég virðist hafa verið nokkuð sammála á þessum tíma, 2003.

Ég á væntanlega eftir að fjalla um þetta síðar, hvort ég fæ leiða á þessu eða legg útí að gefa þetta út, og þá vonandi í sem stærstu upplagi með textablaði, sérstaklega ef útgefandi vill gefa þetta út fyrir mig og hefur fulla trú á verkefninu og kannski öðru eftir mig líka.

Seinni diskurinn fær fimm stjörnur af fimm mögulegum en sá fyrri ekki nema tvær, sá sem var gefinn út.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 107240

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 451
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband