21.5.2023 | 01:15
Mannbćtandi tónleikar í Lindakirkju í gćr, Diljá Pétursdóttir og svíinn Samuel Ljungblahd í ađalhlutverki
Ţađ er skemmtilegra ađ búa til jákvćđa og gleđjandi pistla um skemmtileg og mannbćtandi málefni en ađ nöldra. Bezt er ađ gera hvort tveggja í hófi, og verđa sem flestir ađ lćra ţetta hóf, annarsvegar til ađ forđast međvirkni međ ofurbjartsýni og hinsvegar til ađ forđast dapurleika og vonleysi međ ofurnöldri.
Góđir tónleikar voru í gćr í Lindakirkju. Gesturinn ađ ţessu sinni var svíinn Samuel Ljungblahd, gospelrokkari og heimsfrćgur tónlistarmađur, en einnig kom fram Eurovison stjarnan okkar nýja, Diljá Pétursdóttir, sem hóf söngferil sinn í ţessum kór, kór Lindakirkju, 14 ára gömul, og sagđi "gott ađ vera komin heim" í kórinn.
Ţađ má segja ađ ţessi frábćra söngkona syngi ekki síđur vel kristilegt efni en veraldlegt. Hún er alveg meiriháttar hćfileikakona.
Ţegar ég var ađ tala viđ strákana í bílnum á leiđinni á tónleikana sagđi ég frá skemmtilegum pistli Ómars Ragnarssonar ţar sem hann fjallar um andstöđuna viđ ađ ný endurvinnslustöđ Sorpu verđi ţarna viđ kirkjugarđ Lindakirkju.
Ég sagđi ţeim frá ţví ađ "grafalvarlegt mál" hefđi fengiđ nýja merkingu og orđiđ "nábýli" hefđi nú fengiđ nýja merkingu, eins og skáldiđ og fjölmiđlamađurinn Ómar fjallađi um, og strákarnir voru sammála um ađ Ómar hefđi ekki misst hćfileikann til ađ grínast og gantast.
En ţađ er til marks um hversu góđir ţessir tónleikar eru í Lindakirkju ađ ţarna er eiginlega alltaf húsfyllir, og hef ég grun um ađ fólk sem hlustar frekar á veraldlega tónlist sćki ţá líka, vegna metnađar og hćfileika ţeirra sem koma fram og stjórna, sérstaklega Óskar Einarsson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir.
Sá sem kann ađ meta kristilegar plötur Bob Dylans kann ađ meta gospel, og hafi mađur áhuga á trúmálum bćtir ţađ bara upplifunina.
Um bloggiđ
Ingólfur Sigurðsson
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 26
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 529
- Frá upphafi: 132101
Annađ
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 423
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.