Framfaraskref ef DV og Heimildin teygja sig meira til hægri í pólitík

Grein Þorsteins Siglaugssonar er prýðileg í DV, Sapere aude!, og ekki er síður gott að lesendur DV eru henni sammála og hún fær góðar viðtökur. Mér finnst svo margt merkilegt við þetta, að hér er fjölmiðill á vinstrikantinum að birta svona boðskap sem lengi var reynt að þegja um, og svo er eins og DV sé að fá breiðari skírskotun með grein frá Þorsteini, sem er virkur hér á Moggablogginu og því hægrisinnaður.

Blómaskeið Sjálfstæðisflokksins var á þeim tíma þegar Morgunblaðið fékk mikinn lestur og var langstærst og var talið nokkuð hlutlaust, eða svo mikið lesið að jafnvel þeir vinstrisinnuðu tóku mark á því og úr öðrum flokkum almennt. Þá var DV talið æsifréttablað, og Þjóðviljinn átti sinn fylgishóp. Síðan kom Fréttablaðið til sögunnar og um það leyti urðu vinstriöfgarnar áberandi líka á netinu og Gunnar Smári Helgason og fleiri fóru mikinn í reiðilestri sínum um nýfrjálshyggjuna.

Vönduð fréttamennska blómstrar þegar fólk sýnir hvert öðru virðingu almennt, jafnvel þótt deilur geti verið persónulegar og harðar stundum. Kannski var það hin mesta blessun og til framdráttar minni togstreitu að Fréttablaðið skyldi hætta að koma út.

Heimildin finnst mér mildari og betri en Stundin var og Kjarninn.

Í því sambandi finnst mér nauðsynlegt að rifja upp það sem Arnar Sverrison skrifaði um það þegar Þórður Snær á Stundinni synjaði pistlum eftir hann og afsakaði sig með því að hann óttaðist að umfjöllun blaðsins yrði of einhæf eða eitthvað slíkt. Þó hefðu pistlar eftir Arnar einmitt gert Stundina miklu fjölbreyttari, vissulega.

Ég er algjörlega sammála því sem Hallur Hallsson og fleiri hafa fjallað um í pistlum og á Útvarpi Sögu, að RÚV var hlutlausari stöð áður, og það er nú af sem áður var.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 557
  • Frá upphafi: 108288

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 420
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband