Spádómar geta ræzt. Spá kom fram í desember 2019 í Félagi Nýalssinna um farsótt, stríð og kreppu, nú er þriðja atriðið um það bil að rætast, en það kemur í ljós hvort sú kreppa verður stór eða lítil, eða stöðvist við þessa atburði.

Það er merkilegt hvað spádómar eru misáreiðanlegir. Ef marka má lesendur DV og Heimildarinnar eru flestir sem taka spádómum af kaldhæðni á okkar dögum og trúa ekki á þá, eða lítið.

Það er ekki skrýtið að fáir spádómar skuli rætast. Það er svo margt sem getur farið úrskeiðis. Er miðillinn nógu góður? Sá sem talar í gegnum miðilinn frá annarri jörð, veit sá aðili um framtíðina í rauninni eða er þar aðeins um ágizkun að ræða? Er stilliaflið nógu sterkt til að sambandið sé nógu gott? Að öðrum kosti er það eins og að tala um símalínu þar sem eilífar truflanir heyrast og annaðhvert orð er rétt, annað truflanir frá óskyldum rásum, persónum.

Þetta er eins með spádóma og annað, þegar allt er í fullkomnu lagi kemur fram það sem rætist. Það kann að vera sjaldgæft, en það er hægt að skapa þær aðstæður.

Hjá Félagi Nýalssinna hef ég tvennskonar spádóma að miða við nýlega. Þorvaldur Thoroddsen taldi að jarðskjálftar gætu komið á síðasta ári sem myndu gera fólk efins um að gott væri að búa á Reykjaneshorninu, en sú spá rættist ekki enn, sem betur fer. Hann sagðist vera breyttur og ekki eins íhaldssamur og áður, þar sem hann er þekktur meðal Nýalssinna fyrir að hafa gert mistök í því að skilja ekki sannindin sem dr. Helgi Pjeturss kom með í jarðfræðinni.

Þarna er dæmi um spádóm sem sennilega var komið í veg fyrir af öflugum verndurum á öðrum hnöttum, en sem mun sennilega rætast einhverntímann, við vitum bara ekki hvenær. Beztu jarðfræðingar Íslands eru sammála þessu og hafa komið með svipaða spá, að búast megi við meiri jarðhræringum en urðu árið 2000, og nú sé byggðin þéttari þannig að það gæti orðið alvarlegt mál. Einnig vitum við að eldgos halda áfram að koma á okkar landi af ýmsum stærðum og gerðum. Málið er ekki að hætta að taka mark á spádómum, heldur að vita að þeir eru misjafnir eins og annað.

Merkilegast er þegar spádómar rætast.

Í desember 2019 kom fram spádómur í þrennu lagi, og hissa var ég þegar fyrsti hluti hans rættist, en þegar annar hluti hans rættist varð ég enn meira hissa, og nú þegar þriðji hluti hans hefur um það bil ræzt er ég enn meira hissa, og finnst þetta sönnun á því að kenningar dr. Helga Pjeturss gætu verið sannaðar, að fullkomið samband geti komizt á stundum á milli hnattanna.

Ég hef áður fjallað um þetta. Ástæðan er sú að rétt eftir einhver áramót kom ein frétt af mörgum í DV þar sem lesendur skrifuðu athugasemdir um að ekkert mark væri takandi á áramótaspám völvanna. Ég skrifaði þá um Forn-Kínverjann sem talaði á sambandsfundi Félags Nýalssinna í desember 2019. Minnir mig að hann hafi verið uppi á jörðinni fyrir löngu og við þekktum ekki nafn hans en hlustuðum af athygli.

Það er svo sem nógu merkilegt að hann var Kínverji, miðað við að þar kom Covid-19 fyrst fram.

Boðskapur hans var þessi. Fyrst sagði hann að myndi koma drepsótt á jörðinni, síðan myndi koma stríð og í þriðja lagi kæmi heimskreppa verri en lengi hefur þekkzt.

Allt hefur þetta um það bil ræzt, þetta þriðja og síðasta eru atburðir sem nú er fólk að fylgjast með útum alla jörð með andakt og ótta, hvort það gerist eða ekki.

Það merkilega er að þetta hefur einnig ræzt í þessari röð, þótt þriðja og síðasta atriðið sé ekki komið fram enn, þeir atburðir eru rétt svo að byrja, og mögulega verða þeir stöðvaðir eða verða ekki meiri en nú þegar er komið fram, en einnig getur þetta orðið alvöru kreppa eins og spáin sagði fyrir um. Það yrði enn merkilegra.

Svo er það annað sem ég vil láta fljóta með, sem ekki kom fram á sambandsfundi Félags Nýalssinna, en verður að flokkast með því sem Emanuel Swedenborg kallaði samtal við englana, ég kalla það samtal við framliðna á öðrum hnöttum.

Í þessu samtali við framliðna á öðrum hnöttum kom fram að ef helstefnan heldur áfram á jörðinni geta jarðhræringar bæði á Íslandi og annarsstaðar orðið meiri en vísindamenn búast við. Atburðir í öðrum löndum benda til þess að eitthvað geti verið hæft í þessu. Við vitum bara ekki hvenær það verður eða hvort það verður eitthvað til að hafa áhyggjur af umfram það sem við þekkjum nú þegar.

En að öllum líkindum er hægt að fá upplýsingar um svona atburði fyrirfram, og sérstaklega ef lífstefnan hefði sigrað, friðarstefnan og kærleiksstefnan, ef hér hefði risið stjörnusambandsstöð uppi í Öskjuhlíð, við hliðina á vatnstönkunum og nálægt Perlunni. En þannig er ekki ástandið ennþá, og helstefnan gerir allt miklu verra, að öllu leyti.

Það er ósk mín að sem flestir fái áhuga á andlegum málum. Það er einnig ósk mín að sem flestir verði miðlar og reyni að vinna að þessum málum af vísindalegri nákvæmni. Þá er helzt að vænta árangurs, ekki ef fólk tekur alltaf kaldhæðnina á þetta og efasemdirnar. Þetta er eins og með annað, eftir því sem fleiri vinna við þetta verður árangurinn betri, og eftir því sem fleiri sýna þessu virðingu. Það fylgir að vísu nútímanum að gera grín að hjátrú og hindurvitnum fortíðarinnar, en dr. Helgi Pjeturss reyndi að gera þetta að vísindum.

Enn er ekki komin full reynsla á að nýta sér þá leiðsögn, aðeins hafa örfáir Íslendingar kynnt sér kenningar hans, ímyndið ykkur árangurinn ef kenningar hans hefði orðið heimsfrægar, og árangurinn þá orðið margfalt betri. Þá hefði ný jarðöld runnið upp, eins og hann orðaði það, og ekki væri verið að hjakka í sama helstefnufarinu ennþá.

Húsið hans Ingvar frænda, á Hábraut 4 var hugsað af honum sem svipað afrek og þegar Michelangelo og Leonardo da Vinci máluðu á Endurreisnartímanum til heiðurs Guði mikil málverk inni í kirkjum og víðfrægum byggingum.

Málverkin utaná húsinu hans sýndu stjörnusambandsstöðvar uppi á háum fjöllum, til að kynna þessar kenningar, en einnig var þar mikið málverk af Þrídröngum í Vík í Mýrdal og fleiri málverk, eitt af víkingaskipi og eitt sem ég held að hafi verið af æskustöðvum hans eða konunnar hans, Heiðu frænku.

Það er nú svo eins og með margt annað, að fólk er takmarkað. Það sem er of stórt og merkilegt fyrir menningu sem er smá í sniðum verður ekki viðurkennt. Á meðan hann var á lífi reis Gerðarsafnið, en þetta hús að Hábraut 4 var rifið 2006, en nú er þarna risinn menningarkjarni einmitt á þessu svæði. Þetta er ekki ólíkt því að hörgar og hof voru rifin sem tilheyrðu Ásatrúnni en kirkjur komu í staðinn á sömu slóðum.

Það sama gerðist í Evrópu útum allt, eins og til dæmis má lesa um í bókunum eftir Dan Brown. Heiðin hof voru oft og einatt þar sem stærstu og merkilegustu kirkjurnar voru reistar, og oft einnig þar sem hinar smærri voru reistar.

Eitt af því sem sýnir að menning okkar er hrunin, eða að minnsta kosti í mjög mikilli lægð og hnignun, er að áhugi á andlegum málefnum er ekki eins mikill og hann var á fyrri hluta 20. aldarinnar, þegar þetta var tízkubylgja.


mbl.is UBS í viðræðum um kaup á Credit Suisse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Mjög áhugaverð grein.  Eina, sem ég vil benda á (af því að það er áberandi í fyrirsögn), að sögnin að -rætast- (í miðmynd) í lýsingarhætti þátíðar er -rætzt- (ekki -ræzt-) skv. gömlu reglunum.  (Ef lh. þt. í germynd endar á -tt-, fellur aðeins annað t-ið brott í miðmynd.)

Alfreð K, 20.3.2023 kl. 14:35

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Alfreð. Þú ert sennilega einn af þeim sem manst hvernig þetta var á prenti áður en reglan var afnumin 1973. Ég man jú eitthvað eftir eldri bókum, en styðst aðallega við rökfræði mína eins og þegar maður ritar ypsilonið, er t, d eða ð í stofninum spyr maður sig. 

Jú þetta er rétt hjá þér. Mig rámar í að hafa séð þetta þannig ritað í bókum. 

Ingólfur Sigurðsson, 20.3.2023 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 37
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 508
  • Frá upphafi: 106460

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 360
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband