Lukku Láki og Hin fjögur fræknu - samanburður á þróun gæða

Eitt eiga bækurnar um Lukku Láka og Hin fjögur fræknu sameiginlegt, margir telja að beztu bækurnar hafi komið fyrst, gæðum svo farið hnignandi. Ein bezta Lukku Láka bókin er "Allt í sóma í Oklahóma", sem gefin var út 1958 í Frakklandi en 1977 á Íslandi. Þar er mannlegt eðli útskýrt á fyndinn en raunsannan hátt og örlög mannsins í heiminum á meðan allir eru ofurseldir syndinni og löstunum.

"Rangláti dómarinn", sem einnig kom út 1958 á frönsku en svo 1979 á íslenzku er einnig ein albezta bókin í flokknum, en segja má að Evrópusambandið, Bandaríkin, Rússland og flestar eða allar valdasamsteypur noti aðferðir Hróa baunadómara í Villta Westrinu að einhverju leyti, það er að segja óheiðarleika af einhverju tagi. Bókin er hinsvegar mun fyndnari en veruleikinn, því Hrói í bókinni svífst einskis og er holdgervingur lasta og synda, alveg þar til hann gerist góðmenni og hlýðir Lukku Láka undir lok bókarinnar.

"Karlarígur í Kveinabæli" kom út 1961 á frönsku en 1978 á íslenzku. Einnig hún er mjög góð. Þar er mannlegu eðli lýst sérlega vel og tilgangsleysi stríða, hversu sorgleg sóun þau eru á mannslífum, auðæfum, tíma og hverju sem er.

Bókin "Fúlspít á Fúlalæk" er ókomin út á íslenzku, en kom út 1959 á frönsku. Hún er frekar umdeild vegna þess að hún er raunsönn lýsing á lífinu í Mississippi á kúrekatímanum en ekki fegruð lýsing, grimmilegir bardagar uppá líf og dauða og háðið lendir á fólk af margvíslegum uppruna. Sagan er hinsvegar mjög spennandi og fyndin, og mjög lifandi frá upphafi til enda, vonandi að hún verði gefin út á íslenzku, hún er ein af perlunum í bókaflokknum, ekki miðjumoðið sem kom síðar og hefur verið einkenni bókanna eftir 1965 að miklu leyti. Einmitt vegna þess að bókin er umdeild er hún góð, raunveruleg og spennandi, hrá og grimm, bókmenntaafrek en ekki slepja.

"Bláfótungar koma" frá 1956 er einnig góð, eða "Baráttan við bláfótunga", sem kom út 1983 á íslenzku, aðeins eftir Morris, en frá 1957 til 1977 þegar Goscinny lézt voru allar bækur eftir þá saman.

Fyrstu bækurnar eru einnig góðar, í þeim er ekta ofbeldi þótt teikningarnar séu frekar frumstæðar og Lukku Láki líkist Stjána bláa heldur mikið, en hann mun hafa verið einhver fyrirmynd að Lukku Láka, telja sumir bókmenntafræðingar.

"Tuttugasta riddarasveitin" frá 1964, sem kom út 1977 á íslenzku er einnig góð, þar sem erfiðum ákvörðunum í stríði er lýst vel.

"Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli", sem kom út á frönsku 1969 en á íslenzku 1977 er talin með beztu bókunum í þeim flokki. Söguþráðurinn er flókinn, persónugalleríið er mjög auðugt, og þar kemur Jói næturgali fram, sú stórskemmtilega persóna. Hann er poppstjarna en með svo gríðarlega margar grúpppíur á hælunum sem elta hann hvert sem er að honum tekst aldrei að klára neitt sem hann tekur sér fyrir hendur í kappakstrinum.

Síðustu bækurnar um Hin fjögur fræknu finnst mér einnig með þeim beztu. Bókin "Hin fjögur fræknu og Tasmaníuúlfurinn" frá 2003 var gerð af François Craenhals einum, og þar eru gerðar tilraunir með meira lifandi persónulýsingar, í teikningum, og söguþráðurinn er harkalegri.

Snilldarverkin eru fleiri. Bókin "Hin fjögur fræknu og stóridómur", sem kom út 2004 er gríðarleg ádeila á trúarbrögðin og þeim lýst sem blekkingaleik. Sú bók kom út sama ár og teiknarinn lézt, 2004, François Craenhals, en hann gerði handritið en Jacques Debruyne teiknaði.

Árið 1993 kom út bókin "Hin fjögur fræknu og geimverurnar", en þar er geimverum vel lýst, og hvernig þær taka yfir veruleikann samkvæmt lýsingum, stjórna tímanum og birtast í dulargervum sem einhver sem fólk þekkir, og allt verður að ofskynjunum, eða þannig má túlka bókina, og það er í samræmi við margar sögur sem um þær hafa verið sagðar. Þessi bók er sérlega góð einnig.

Síðasta bókin "Söguljóðið um Hin fjögur fræknu", sem kom út 2007, eftir Sergio Salma og Alain Maury þykir einnig sérlega góð, raunsönn en ekki eins ævintýraleg og hinar bækurnar.

Annars eru veikleikar þessara bóka augljósir. Þær virðast stílaðar inná unga lesendur, þannig að þótt þær séu vel teiknaðar eru sögurnar yfirleitt mjög léttvægar, með þessum undantekningum, og jafnvel fleiri, það er smekksatriði.

En þannig er þetta með góða og vonda list. Þau fyrirbæri skarast, og gott er að ekki eru allir sammála um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Lukku Láka bækur voru í mínu bókasafni lengi vel og einnig Tinni. Las einnig Ástrík, fjögur fræknu, og hafði gaman af þessum bókum. Núna eru breyttir tímar, og þá er maður farinn að lesa enoksbók og sjá hvernig geimverur umbyltu jarðarlífi allsvakalega og tóku að blanda lífsínum við fallegustu konur jarðarinnar og þá komu risarnir til sögunnar.

Að lokum var mannkynið orðið meira og minna eitthvað hybrid nema Nói og family.

Þá var ekkert annað en um að ræða en að starta flóði.

Loncexter, 8.2.2023 kl. 19:30

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott hjá þér Loncexter. Enoksbók breytir lífi manns, og hún er mjög merkileg. Það þarf einhver að gefa hana út á íslenzku ef það er ekki búið ennþá.

Það er ákveðin nostalgía í að lesa teiknimyndasögur. Sumar eru skemmtilegar ennþá. 

Ingólfur Sigurðsson, 9.2.2023 kl. 00:31

3 Smámynd: Loncexter

Vissulega væri gamann að sjá þessa bók á íslensku. En markaður er ekki stór hér fyrir svona bók.

En fyrir þá sem vilja vita meira um efni hennar má benda á; Godinanutshell eða Book of enoch á you t. (Trey Smith)

Loncexter, 9.2.2023 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 90
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 135599

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband