Poppgoðakeppnin er ævinlega góð skemmtun

Ædollkeppnin finnst mér alltaf skemmtileg, en eins og ég hef áður sagt er Poppgoðakeppnin rétt þýðing, þótt hrá þýðing sé skurðgoðskeppnin.

Í gær voru flutt lög eftir Tómas R. Einarsson og Stefán Hilmarsson og fleiri. Ég talaði nokkur orð við Tómas R. þegar hann hélt fyrirlestur um suðræna tónlist í Borgarbókasafninu fyrir nokkrum árum. Hann var kurteis í viðmóti og svaraði á áhugaverðan hátt ýmsu um þetta.

Mér finnst ekki alltaf gaman að skrifa pistla sem eru nöldur. Að þessu sinni langar mig að fjalla um eitthvað skemmtilegt.

Ég var að vísu aldrei mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, en hélt samt uppá Stefán Hilmarsson, bæði vegna þeirra frábæru laga sem hann söng með Sverri Stormsker og með ýmsum hljómsveitum og á sólóferlinum.

En þegar jafnaldrar mínir í menntaskóla og aðrir dýrkuðu Stefán Hilmarsson og Sálina og Skítamóral eða slíkar hljómsveitir var ég að hlusta á annað.

Engu að síður kom mér það skemmtilega á óvart þegar Stefán Hilmarsson fór að tala við mig þegar við biðum eftir afgreiðslu í banka einum 2011. Einnig bað hann um að fá að taka mynd af okkur saman á símann sinn, sem mér fannst ekkert mál. Hann sagðist hafa komið á tónleika með mér árið áður.

Já, einnig hann er mjög skemmtilegur viðkynningar og kurteis maður. Það gladdi mig þó sérstaklega þegar hann sagðist hafa keypt með mér hljómdiska í Japis þegar hann heyrði mig syngja á Stöð 2 í býtið eitt sinn, "Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?"

Mér finnst hann betri textasmiður en mjög margir í poppinu, og hann er sérlega góður söngvari. Hann notar íslenzkar bragreglur og aðrir ættu að taka sér það til fyrirmyndar.

Í Ædollkeppninni sér maður að margir góðir söngvarar berjast um sigur, en langmestu skiptir að hafa sjálfstraust, góða sviðsframkomu, góða rödd og óútskýranlegan stjörnusjarma.

Þegar ég var að burðast við að flytja lög á tónleikum æfði ég mig næstum aldrei. Ég bögglaðist við að muna laglínurnar, mundi eiginlega aldrei textana og söng þá af blaði og var yfirmáta feiminn og söng of lágt.

Þegar mér tókst að ná til fólks á tónleikum og fékk kröftugt blístur eða klapp var það vegna þess að lögin sem ég samdi voru nægilega góð til að komast til skila þrátt fyrir alla þessa annmarka á flutningnum sem ég taldi upp.

Í tvö skipti hef ég tapað vinsældum með því að búa til dægurlög sem ætlað er að kenna fólki eitthvað, en taka ekki undir einfaldan og lágan samnefnara hjá fólki.

Á árunum 2001 til 2003 gaf ég út þrjá hljómdiska um jafnréttið, nema þar inn á milli voru lofsöngvar um karlrembu. Það féll í misjafnan jarðveg þegar ég til dæmis gaf út lagið:"Kúgaðu allar konur 2003". Ástæðan var einföld, ég taldi mig vera að verja hefðina áður en hún gleymdist, ég gat ekki sætt mig við að femínistar væru að einoka opinbera umræðu og annað fengi ekki að heyrast. Þótt á sama hljómdiski væri lag eins og "Jafnréttið er framtíðin", skipti það ekki máli, þetta féll ekki í kramið hjá femínistum.

Árið 2010 gaf ég út hljómdiska um kristilega bókstafstrú, meira að segja tvo, annan frá 1999 og hinn frá 2001. Kristið fólk vildi helzt þegja um þetta og veraldlegt fólk hafði lítinn áhuga á þessu einnig. Þó voru til einhverjir sem voru ánægðir og keyptu þessa diska, "Ég er laus undan losta og synd" (tekinn upp 1999) og "Kristur kemur", (tekinn upp 2001).

Mér finnst tónlist miklu meira en einhver froða. Mér finnst að maður eigi að fjalla um allt í tónlist, og einnig það sem flokkast undir heimspeki og óvinsælar skoðanir. Það lærði ég af Megasi og Sverri Stormsker, til dæmis.

Hefði það ekki verið ljúft að hafa ráðgjafa sér til aðstoðar á þessum árum, til að kenna manni að gefa ekki út sum lög og einbeita sér að einhverju lýðskrumi? Hefði ég nennt að fara eftir einhverju slíku? Erfitt að segja.

En samfélagið okkar væri miklu betra ef hægt væri að syngja um miklu fleira en gleði og glaum. Erlendis er fjölbreytnin meiri.

Ædollkeppnin kennir manni ýmislegt um það hvað íslenzkt samfélag er lítið og hvernig frægðin er óréttlát, möguleikarnir takmarkaðir á að lifa af listinni og ná miklum vinsældum. Erlendar poppstjörnur hafa ævinlega heillað mig mest, með milljónir aðdáenda, rokkgoð á Bítlatímanum og fram að diskótímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 106912

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband