15.12.2022 | 15:14
Mengun í borginni í stillum og endurskoðun á afstöðu til borgarlínu Dags B. Eggertssonar
Ég hef stundum skrifað um efasemdir gagnvart borgarlínu Dags B. Eggertssonar. Eitt kvöldið nýlega þurfti ég að erindast og þá var mikil stilla eins og hefur verið að undanförnu og mikil umferð í bænum. Mengunin var mjög mikil og loftið næstum eins slæmt og á gamlárskvöldi bara útaf bílareyk. Þetta var ekki þessi gamalkunna benzínstybba af útblæstri sem ég þekkti frá minni bernsku á verkstæðinu hans afa, sem var alveg þolanlega ljúf, þetta var samþjappaður eiturreykur úr hvarfakútum þessara nýju bíla sem skila af sér samþjöppuðu eiturlofti.
Þessi upplifun lét mig endurskoða afstöðu mína til borgarlínunnar. Hún er kannski ekki svo slæm eftir allt saman, mikil þörf að minnka mengun í miðbæ Reykjavíkur, losna við tafir í umferðinni og fækka einkabílum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins o...
- Skrímslabangsar? Er nokkuð jákvætt við þá annað en að þeir er...
- Umdeildur yfirmaður sleppur með skrekkinn, Sigríður J., undir...
- Margir sem blogga ekki gætu gert það. Mamma var ein af þeim. ...
- Maður minni hvelpa, ljóð frá 19. september 1991
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 31
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 789
- Frá upphafi: 157270
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 605
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.