Sósíalistinn sem mótmælti og vildi rifta skírnarsáttmálanum, Helgi Hóseasson

Helgi Hóseasson var heimspekingur og ekki aðeins trésmiður eins og Jesús Kristur. Ég fann bók eftir hann í bókasafni nýlega og hún hefur verið bæði skemmtileg og fróðleg aflestrar. Krosslafur er Jesús Kristur í hans orðabók. Éhóvi Einskítsson er nafnið á guði Biblíunnar hjá honum. Hann var jú sósíalisti og yfirlýstur trúleysingi.

Þar sem Píratar hafa afnumið guðlastsákvæðin er óhætt að guðlasta og vitna í þennan merka mann.

Hér eru nokkur gullkorn úr riti Helga Hóseassonar:

 

"Einu sinni var galdrari. Hann hét Éhóvi. Umhverfi hans var tóm. Hann treysti flugþol sitt.

"Dýrum dyggðasneyddu

drekki ég í flóði;

geing frá örmuleyðdu

allri Jörð og blóði."

 

"Vegna þeirrar meiginlygi Trúverndarinnar, að ég viðurkenni hinn ógurlega Loftanda og aðra galdrara á Himnum, fór ég á stúfana tuttugastaogsjötta maí og mótmælti henni á sama stað og fyrri daginn, við kyrku heilags Háteigs, með þessa vísu á pappírsborða:

 

"Ésú hold við láð varð laust;

lagúldinn í framan

til Himna líkt og skrugga skautst

með skítogöllusaman."

 

"Með þeim aldna Himnaher

Helga stjórnvöld smána;

hæsaréttarrekkarner

rífa stjórnarskrána."

 

"Éhóvi var sífellt á höttunum eftir stúlkum og gerði þær sér hlynntar með aðstoð þræla sinna: Dsú, Gabríel og Mikkel. Þessa alla hafði hann leingi að búi sínu á Himnum, eða í sendisnatti vegna ítakanna á Jörð.

Éhóvi varð tímafrekt stússið við stúlkurnar; og stundum ánægjusnautt. Hann rápaði fram og aftur um alla Jörð, skipti sér af öllu, skipaði og ráðskaðist og varð oft skapbrátt við afkomendur sína; þeir voru vitlausir af monti af feðrun sinni. Ættlegur ofstopi og frekja ullu árekstrum við vanalegt fólk.

Éhóvi gamli varð leiður í hjartanu; honum þótti allir vondir við sig og varð reiður í hjartanu; svo varð hann sárreiður í því. Hann leit ofan á Jörð, og sá að allt var illt og bölvað; hann var æfareiður við allt og alla.

Éhóvi ákvað að hefna sín á öllu og öllum."

 

Þessi bók kom út árið 1976, samkvæmt upplýsingum.

 

Mannkynið féll á prófinu. Í stað þess að gagnrýna eingyðistrúarbrögðin réðust konur á karlkynið. Útrýming kemur í kjölfarið og augljóst hvert stefnir.

 

Það eru engin rök fyrir því að guð Biblíunnar sé sá sem hann þykist vera. Það eru allt eins rök fyrir því að faðir lyginnar sé Jahve. Þegar Jesús sagði við að menn ættu djöfulinn að föður, má spyrja: Var hann ekki að tala um Jahve? Hann átti að hafa skapað fólk.

Manndrápari frá upphafi og sagði aldrei sannleikann?

Kúgun mannkynsins frá upphafi?

Búið að eyða næstum öllum heiðnum heimildum sem sögðu sannleikann og rétt frá. Hver hagnaðist á því? Jahve og hans lið.

Leitandi að samsærum, þetta er móðir allra samsæra og upphaf alls ójöfnuðar.

 

Nú þegar Píratar hafa gefið guðlast frjáls ætti fólk að notfæra sér það. Fólki er bannað að gagnrýna þræla og ambáttir eigenda mannkynsins en að frelsast undan kristninni er mikilsvert. Það gæti jafnvel verið nóg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Sverrisson

Þakka frásögn þína frá skemmtilegum og fræðandi fundi við Helga. Merkur karl. Ég var svo heppinn að vinna með honum um skeið.

Hann gerði líka þessa vísu:

Öryggi er illa mjálm,

sem enginn skyldi háður.

Samt er betra að hafa hjálm.

sé hausinn brotinn áður.

Arnar Sverrisson, 14.12.2022 kl. 19:24

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Arnar. Það eru líka stórfróðlegir pistlar sem þú kemur með og galli að ekki er gert ráð fyrir athugasemdum. Auk þess vil ég sérstaklega taka það fram að mér finnst til fyrirmyndar hvernig þú birtir tengla og heimildaskrár. Ég reyni að geta heimilda í meginmálinu aftur á móti.

Já, það er gott að leyfa ýmsum að njóta sín sem koma með öðruvísi sýn.

Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 21:09

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nú er Loki að hrekkja ykkur eins og hans er von og vísa.

"Hver fann  upp vírusa?" --Helgi Hóseason

Guðjón E. Hreinberg, 15.12.2022 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 52
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 133404

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband