Ekki tilgang finn þó, ljóð frá 29. apríl 1993.

Sumarfríi birtist nú, prófin og púlið,

pantaðu harðneskju, misstu ekki kúlið!

Skólinn er alveg ókei,

ekki tilgang finn þó.

Meyjar hérna margar enn

menn nú heilla, fell ég kannski líka senn?

Týndur er ég, tætt flón,

að tækifærum vinn þó.

Segðu ei sæta nei,

sjáðu, mörg er bón.

 

Sköpunin frelsandi leysir upp Loka,

líka er í mannshugum víða tóm þoka.

Ef ég eitthvað birt hef

um þær sáru kvalir,

fæ ég varla samúð samt,

að segja að einhver villist þeim er jafnan tamt.

Remba? Bók ein rétt tér.

Ráðin? Kristnir dalir!

Særður síðzt neitt gef,

samt er þrá í mér.

 

Finn hérna fjölmargar töfrandi, glæstar,

fara um á böllunum leitandi, æstar.

Elska þig ennþá, Herdís

eftir þennan tíma.

Vil þó gjarnan gleyma þér,

geta fundið þá er betur passar mér.

Það er ekki auðvelt

á mér föst er gríma.

Vegferð ekki er vís.

Víst get hurðum skellt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 784
  • Frá upphafi: 129956

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband