Full ástæða til að vekja upp umræðu um Huawei og önnur kínversk fyrirtæki, og skoða hvort ekki sé vert að fara að bandarískri fyrirmynd í þessum málum og banna það sem gæti boðið uppá kínverskar njósnir kommúnista.

Það var í fréttum nýverið að jafnvel Biden stjórnin er á móti Huawei tæknibúnaði frá Kína og telur það fullljóst að Kínverjar stundi gagnasöfnun og njósnir í gegnum hann fyrir hinn volduga kínverska kommúnistaflokk, sem líkt og sovézki kommúnistaflokkinn á sínum tíma hefur lætt áhrifum sínum inní Vesturlönd með tæknibúnaði og fjármagni, en í enn meira mæli. Það var vitað að flokksblöð á Vesturlöndum fengu fjárstuðning frá Sovétríkjunum, ásamt bókaútgáfu og annarri menningarstarfsemi, áróðursstarfsemi um 1950 og til enda kalda stríðsins.

Af hverju ættu kínverskir kommúnistar að vera öðruvísi, nú þegar þeir hafa tekið við sögulegu hlutverki Sovétríkjanna, sem féllu sem kommúnistaríki árið 1991?

Bandaríkin hafa bannað alla Huawei tækni, netbeina og hvaðeina, 5G tækniflóruna ekki hvað sízt.

Við Íslendingar hinsvegar liggjum kylliflatir fyrir kínverskum kommúnistum og þeirra tækni. Því er haldið fram að erfitt sé að sanna það sem Bandaríkjamenn halda fram um þetta og sumir aðrir.

Eðli málsins samkvæmt er erfitt að sanna ýmislegt á hátæknisviðinu. Bylgjusendingar geta borið upplýsingar sem áður fyrr var ekki hægt að ímynda sér.

Jafnvel ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Kanada hafa fylgt banni Bandaríkjanna og verið með vaðið fyrir neðan sig út af þessum grunsemdum.

Fram hefur komið í fréttum að í 15 ár hafa Íslendingar unnið með kínverska tækni. Fólk hjá Nova segir umræðuna vera fyrst og fremst pólitíska.

Anton Már hjá Syndis segir í RÚV frétt að hvaða framleiðandi sem er geti sett upp einhverskonar hlerunarbúnað. Þar með er hann að staðfesta og viðurkenna vísindalegan grundvöll á bak við ótta Bandaríkjamanna um klækjabrögð kínverska kommúnistaflokksins. Þar með er hann að segja að þetta er ekki samsæriskenning heldur veruleiki.

En það sem felst í orðum Antons Más hjá Syndis er í raun og veru að ríki eins og Kína, sem hefur andstætt stjórnmálakerfi en það sem er hér á Vesturlöndum, kommúnískt, og það sem meira er, einræðisstjórn, samkvæmt því sem margir halda fram, og þróunin hefur verið meira í þá átt að undanförnu, það ríki er líklegra til að beita slíkum njósnum og eftirlitsiðnaði í óþökk almennings hér á Vesturlöndum.

Hvað felst í þeim orðum að "umræðan sé fyrst og fremst pólitísk?"

Jú, það felst í þeim orðum að einungis fólk sem ann sjálfstæði og frelsi tekur þetta uppá sína arma, en þekkt er að Bandaríkin eru mikið frjálshyggjuland, þótt þar sé líka allt morandi í demókrötum.

Eða með öðrum orðum, menn eins og Ólafur Ragnar, sem að vísu var frábær forseti og á enn góða spretti, menn eins og hann sem eru haldnir Kínverjadýrkun, þeir sjá enga ástæðu til að vera sammála Bandaríkjamönnum í þessu.

Segja þessi orð einnig að almennt stjórnmálaástand á Íslandi sé kommúnískt, að öll þjóðin sé eldrauðir kommar? Já, úr því að við kjósum að fylgja Kínverjum frekar en Bandaríkjamönnum í þessu efni.

Ég keypti bók á ensku á þessu ári sem fjallar um allskonar hluti sem ekki er fjallað um í elítufjölmiðlum eins og RÚV, eitt af mörgu sem höfundurinn fjallar um er heilsuspillandi áhrif af 5G kerfinu, og kemur þar fram að það skemmi ónæmiskerfið ekki svo lítið og geri fólk næmara fyrir mörgum kvillum og sjúkdómum, ekki sízt börn og gamalmenni og veiklað fólk, sem er með aðra undirliggjandi sjúkdóma. Kemur þar fram að 5G tæknin hafi áður verið flokkuð sem árásartækni með bylgjum. Já ýmislegt þarf að athuga og vekja athygli á.

Ég get vísað í RÚV fréttina "Bann Bandaríkjamanna við Huawei hefur ekki áhrif hér", þar er hægt að lesa um þetta í ýmsum smáatriðum sem ég hef ekki öll nefnt.

Annars er ástæðan fyrir þessum pistli einnig þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu þar sem fjallað er um tvær kínverskar lögreglustöðvar sem voru afhjúpaðar í Þýzkalandi.

Þessar stöðvar eru notaðar til að áreita andófsmenn og gagnrýnendur kínverska kommúnistaflokksins í Þýzkalandi.

Í þeirri frétt er einnig sagt frá því að vaxandi áhyggjur séu af þessu framferði Kínverja út um allan heim. Utanríkisráðherra Tékklands segir að Kína hefði lokað tveimur slíkum miðstöðvum í Prag.

Af hverju ættum við Íslendingar ekki að taka þátt í að endurskoða afstöðu okkar til þessarar tækni og hátæknivara sem taldar eru notaðar til njósna, þar sem vitað er að þessar njósnir eru annað og meira en samsæriskenningar, og þessi áróður í þá átt að hafa áhrif á skoðanir fólks?

 


mbl.is Tvær kínverskar „lögreglustöðvar“ afhjúpaðar í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 568
  • Frá upphafi: 105964

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband