16.11.2022 | 07:26
Undirmeðvitundin og fleira
Fréttir auka jafnan streitu og sérstaklega á okkar tímum, en sumir hafa kallað þessi ár verstu ár mannkynsins, ár lokana, kófsins, Úkraínustríðsins, upplausnar á öllum sviðum menningarinnar, en 536 er talið verra af mörgum sögufróðum mönnum vegna þess að þá myrkvaðist heimurinn bókstaflega vegna margra eldgosa, og þurfti ekki útblástur bíla til þess, án þess að ég sé að afneita áhrifum mannsins á veðurfarið, en viðurkenni að fleira getur komið til.
Einn sjónvarpsþáttur er ljós í myrkrinu í neikvæðninni sem gerir mann þunglyndan, en það er þátturinn hennar Ásdísar Olsen á Hringbraut, "Undir yfirborðið", þar sem hún oft fjallar um andleg málefni til að láta manni líða betur, og kvilla nútímans, streitu og firringu.
Í gær var kona þar í viðtali sem hefur komið með róandi greinar hér á bloggið, Sara Pálsdóttir.
Þótt maður kannist vel við þessi fræði á maður það til að gleyma þeim og það var kærkomið að rifja þetta upp í gær.
Þessi þáttur veitti góða slökun, enda nokkuð sem hún kann vel í gegnum dáleiðslu. En fræðilega hliðin byggist á kenningunni um undirmeðvitundina, og þótt ég á sínum tíma hafi kynnt mér þau fræði nokkuð þegar ég heillaðist af kenningum Freuds og fleiri spekinga þá ólst ég upp við Nýalsfræðin, en þar var mér kennt að taka kenningunum um undirmeðvitundina með varúð, því þær voru nokkurskonar ruslafata fyrir ýmislegt óútskýranlegt í vitund mannsins eða dularfullum fyrirbrigðum sem henda bæði manninn og umhverfið, skynjanir og slíkt, geimverufræði, trúarbrögð og hvaðeina.
Það er nauðsynlegt að nota dáleiðsluna til að slaka á, ef fólk til dæmis er ekki trúað. En á árunum 1997 til 2008 fékk ég margar uppljómanir eins og Sara Pálsdóttir lýsti í þættinum, en þær voru í þá átt að sannfæra mig um að guðirnir í Valhöll væru til og gyðjurnar þar.
Er hægt að biðja til undirmeðvitundarinnar eins og maður getur beðið til guðs islams, kristninnar, til Vana, Ása og annarra guða? Hver er veruleikinn í þessum efnum? Á maður að trúa því að guðir Valhallar séu einungis skáldskapur og ímyndun mannsins, eða guð kristninnar og slíkt?
Nei, ég trúi því að guðir Valhallar séu til, Æsir, Ásynjur, Vanir, Vanynjur, og Jesús Kristur, Jahve og Ísis, svo nokkur nöfn séu nefnd.
Fólk notar þær aðferðir sem það vill. Eitt er á hreinu, það verður að vera jafnvægi á milli þess sem veldur manni streitu og ánægju. Það eru óvenjumargar streituvaldandi fréttir nú á tímum Úkraínustríðsins, og óttinn við kjarnorkustyrjöld eða öðruvísi gereyðingarstyrjaldir, með efnavopnum eða sýklavopnum, gerir það að verkum að fólk er ennþá streittara en áður, en góður vinur minn vill útrýma orðinu stress, og tala um að fólk sé streitt, leitt af orðinu streita, enda er orðið stress tökuorð úr ensku.
Mér finnst ágætt að nota nýyrði og slanguryrði jöfnum höndum, sérstaklega á meðan maður er að venjast nýyrðunum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 55
- Sl. sólarhring: 141
- Sl. viku: 767
- Frá upphafi: 125358
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 605
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.