Áróðursfréttir

Einsog RÚV reynir að stýra umfjöllun og skoðunum fólks, þannig eru ábyggilega flestir hræddir um að stöðugleikinn í ríkisstjórninni sé í hættu ef Bjarni verður ekki lengur formaður. Ekki kæmi mér á óvart að hann fengi rússneska kosningu á morgun, fengi 90% atkvæða eða meira, en það er aldrei að vita. Kosningar eru oft óútreiknanlegar.

"Við fengum hjarðhegðun en ekki hjarðónæmi með bólusetningunum", þau orð Jóhanns bloggara eiga enn við.

En að öðru máli. Pistlar Páls Vilhjálmssonar um Samherjamálið/Byrlunarmálið, eða hvað sem á að kalla þetta eru sérlega sláandi núna að undanförnu. Samþjöppun á fjölmiðlamarkaði á Íslandi er mikil.

Ég tel af umfjöllun Kveiks um árið að mögulega sé mikil spilling í Samherja. En pistlar Páls Vilhjálmssonar um þetta eru sannfærandi eins og gengið sé á rétt skipstjórans.

Í gær hafði ég samúð með skipstjóranum sem fær ekki lengur að tjá sig. Ekki ein einasta frétt um þá meðferð sem hann fékk á Hringbraut, RÚV eða Stöð 2, kannski vegna þess að blaðamenn og fjölmiðlamenn þekkjast og vita að verið er að vega að þeim sjálfum.

Það kom fram í því sem Jón Gunnarsson sagði, að það sem er fyrsta frétt, um brottflutning flóttamanna, það gerist í hverri viku.

Margir blaðamenn koma með þessa rangfærslu eins og í DV, "brottvísunarmálið sem hefur skekið þjóðina", réttara er það sem kom fram í Fréttablaðinu í gær í leiðaranum, að langflestum er sama, eða hafa ekki fyrir því að mótmæla.

Kirkjan hefur verið óvinsæl af vinstrimönnum lengi. Biskupinn núverandi reynir að gera kirkjuna vinsælli með því að tala máli flóttamanna. DV segir einnig frá viðbrögðum biskupsins við þessu.

Hins vegar eru undir fréttinni áhugaverð ummæli og athugasemdir. Þar kemur fram að hún ætti að skella sér til Svíþjóðar að skoða ástandið þar, og til landa þar sem mannréttindi eru alls ekki virt.

Einn í DV segir í athugasemdum: "En að biskup tjá sig með tárin í augunum veldur mér ógleði. Samhliða því að gráta stöðu hælisleitenda ætti hún að líta sér nær..."

Sævar Albertsson: "Agnes M. Sigurðardóttir, farðu bara út, Íslendingar vilja örugglega ekki pína þig til að búa í þessu landi sem þú vilt lítið með hafa, góða ferð".

Elín María Hilmarsdóttir:"...Mannkærleikur og hann er vissulega ekki meiri í Svíþjóð".

Í áróðursstríði vinstriafla og hægriafla á Íslandi er allt notað. Fréttir um meinta en umdeilda ómannúðlega meðferð flóttamanna er eitt slíkt vopn, til að reyna að fá almenning til að sýna vinstristefnuskoðanir.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af úrræðum í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 551
  • Frá upphafi: 107423

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband