Mjög gott viðtal við Guðlaug Þór í Silfrinu

Frænka mín úr föðurættinni, Sigríður Hagalín stýrði einu bezta Silfri í langan tíma í gær. Skipti mestu máli að Guðlaugur Þór held ég að hafi verið í sínu bezta viðtali hingað til, hann var fljótur að svara, hikaði aldrei og var miklu, miklu ákveðnari og með meira sjálfstraust en núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið um langt skeið, Bjarni Benediktsson.

Guðlaugur Þór í þessu góða Silfri minnti mig á formenn Sjálfstæðisflokksins frá því ég var krakki og þar til Davíð Oddsson lét af embætti, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði virkileg ítök í þjóðfélaginu eins og Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum.

Ég vil nú reyndar ekki segja að Bjarni Benediktsson sé endilega búinn að standa sig illa sem formaður Sjálfstæðisflokksins, en mér finnst niðurferð flokksins hafa verið hæg og jöfn en ákveðin og að framtíðin sé ekki með hann sem formann, miðað við það sem Guðlaugur sagði réttilega í Silfrinu, þetta hafa verið varnarsigrar hjá honum sem formaður.

Og þó er þetta ekki einfalt. Það er hættuspil að kjósa nýjan formann í stærsta flokki landsins sem bæði gæti minnkað og stækkað við nýjan formann. Það er svo margt ófyrirsjáanlegt í þessu.

Þetta eru býsna stór tíðindi í íslenzkri pólitík. Ég held að Guðlaugur Þór eigi möguleika á að rífa flokkinn upp í fylgi, en ég held líka að það sé erfitt og einnig að ráðleggja hvernig hægt er að gera það.

Það virðist nú býsna útséð með það að þrátt fyrir marga góða kosti hjá Bjarna sem formanni muni hann ekki stækka flokkinn, fyrst hann hefur ekki gert það enn.

Ég reyndar tek undir það að ákveðin hætta gæti falizt í að skipta um formann núna hvað varðar ríkisstjórnina, en þó býst ég frekar við því að styrkar hendur Katrínar og Sigurðarðar Inga myndu sigla þjóðarskútunni áfram í gegnum slíkan brimskafl. Þetta fólk hefur þannig mannkosti, samstarfsvilja og félagsfærni. En í kjölfarið á kjöri Guðlaugs Þórs gætu komið allskonar breytingar í þjóðfélaginu, með breyttum áherzlum.

En Bjarni er ábyggilega á útleið í pólitíkinni þegar á allt er litið. Ég heyrði það á Kristrúnu Frostadóttur að hún mun tæplega vinna vel með Bjarna. Hinir vinstriflokkarnir varla heldur.

Þetta eru eiginlega spennandi tímar bæði í þjóðfélaginu og hjá Sjálfstæðisflokknum. Ef Guðlaugur Þór tapar núna, mun hann ná árangri síðar, eða komast þá Áslaug eða Kolbrún til valda sem formenn?

 


mbl.is Bjarni og Guðlaugur virkja stuðningsmenn sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 81
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 740
  • Frá upphafi: 107202

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 562
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband