Guðlaugur Þór á möguleika, en þar með er ekki sagt að honum takist ætlunarverkið

Þegar ég las nýlegan pistil Ómars Geirssonar hnaut ég um orðið "ættlaus", sem ég hafði ekki heyrt notað í áraraðir eða frá því ég var drengur. Eina manneskjan sem notaði þetta orð var amma, og ég held að ég hafi ekki skilið merkingu þess þá. Hún notaði það í samhenginu "það tók á hana að vera svona ættlaus", "það fékk á hana að vera svona ættlaus", og var að tala um konu sem giftist ríkari manni.

Enginn er auðvitað alveg ættlaus, en merkingin er að vera ekki af nógu ríkri ætt. Annars ætla ég að vona að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn hafi þróazt og þroskazt uppúr þeirri menningu að auður, ætt og völd skipti öllu máli þegar kemur að því að komast til valda innan flokksins.

Stéttir skipta enn máli, en ég held að það væri gott að maður eins og Guðlaugur Þór yrði formaður, sem hefur unnið sig upp og ekki vegna tengsla við Engeyjarættina. Auðvitað eru sjálfstæðismenn breiðari hópur en svo.

Annars finnst mér Guðlaugur Þór hafa breyzt úr því að vera lítt áberandi maður yfir í það að vera spennandi spurningamerki, sem sagt, allt getur gerzt og hann hefur að minnsta kosti metnað sem Bjarni virðist ekki hafa, nema á að rugga ekki bátum.

Ég veit að Guðlaugur Þór hefur frekar verið eins og Joe Biden, með ósigra nokkra í fortíðinni, en það er varla um marga að velja sem gætu tekið við af Bjarna Benediktssyni. Áslaug Arna er eins og Pírati í röngum flokki og Kolbrún Reykfjörð reyndar ekki alveg, hún er meira eins og Viðreisnarkona í röngum flokki.

Guðlaugur Þór hefur gjörsamlega skynbragð á hvernig hægt væri að veita Sjálfstæðisflokknum meiri skírskotun hjá fólki, miðað við núna. En hvort hann er nógu sterkur persónuleiki til þess er spurning.


mbl.is Ríkisstjórnarsamstarfið líklega ekki í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 5
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 753
  • Frá upphafi: 130038

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband