Ég var sannspár fyrr í vetur um breytingar á Samfylkingunni með Kristrúnu

Ég var fullkomlega sannspár fyrr í vetur um breytta stefnu Kristrúnar, hinnar nýju Samfylkingardrottningar, nú þegar hún hefur verið kjörinn formaður Samfylkingarinnar, minni áherzla á nýja stjórnarskrá og ESB aðildardrauminn. Meiri áherzla á samvinnu við aðra flokka og að hlusta á almenning í landinu, útilokar ekki Sjálfstæðisflokkinn algerlega eins og gert var í mörg mögur og vinsældarrýr ár

Hún boðaði í stefnuræðu sinni að breytingarnar byrjuðu strax í dag. Þegar ég deildi við Þorstein Briem í athugasemdunum fyrir neðan pistil minn um þetta fyrr á þessu ári gat hann vitnað í ótal fréttir eins og reyndur blaðamaður og var viss um að engin stefnubreyting yrði með Kristrúnu. Ég hafði þá mannþekkingu og las hana það vel að ég taldi að svo yrði, og það hefur hún nú sjálf staðfest með orðum sínum. Kannski eitthvað sé hæft í öðrum pistlum mínum einnig frá fyrri tíð? Hann taldi að engar breytingar yrðu með Kristrúnu. Það hefur nú samt gerzt núna og hún hefur sagt sumt afdráttarlaust en gefið annað í skyn nokkuð skýrt, eins og að útilokunarstefnan sé að baki, hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, nema þau í Samfylkingunni girnast fjármálaráðuneytið, og álíta sjálfstæðismenn hlýðna sem lömb að öðru leyti.

Þetta eru góðar fréttir fyrir stjórnmálafriðinn í landinu og kannski fólkið í landinu. En mun Samfylkingin fá þann styrk sem Kristrún og félagar ætla að reyna að vinna flokknum inn? Nú hangir flokkurinn í tæpum tíu prósentum og það er að sjálfsögðu langt undir þeim væntingum sem nafnið gefur til kynna:"Samfylkingin, jafnaðarflokkur Íslands", en nafnið gefur til kynna að metnaðurinn stefni til þess að þessi flokkur verði heimili langflestra jafnaðarmanna og vinstrimanna á Íslandi, og ef það tekst er úti um Pírata, Vinstri græna og Viðreisn, því fylgið er mjög laust á þeim og þeir fiska á svipuðum miðum, nú sérstaklega eftir að VG hefur verið í stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum, og áherzlur flokksins hafa þurrkazt út að miklu leyti.

Akkilesarhæll vinstrimanna og jafnaðarmanna á Íslandi og víðar eru innbyrðis deilur eilífar og klofningar flokka, og það er svosem ekkert nýtt. Því miður hafa hægrimenn einnig smitazt af þeirri pest, þar sem meira hefur verið um klofning hjá hægrimönnum nú síðastliðin ár en oft áður. Sterkir og óumdeildir leiðtogar voru einn helzti styrkur Sjálfstæðisflokksins um langt árabil, en sveigjanleg stefna og gríðarleg breidd í umburðarlyndi á skoðunum.

Stöðnunin virðist ekki lengur vinsæl innan Samfylkingarinnar. Ég vil hugsanlega kjósa Samfylkinguna aftur núna, enda er ESB aðild ekki mér fullkomlega andstæð, miðað við hvernig allt er í rúst í heiminum hvort sem er.

En kosningahegðunin er allt öðruvísi hjá fólki en áður. Meira er um að fólk ákveði sig í klefanum, að því finnist þetta allt sama tóbakið.

Ég tel að það myndi vera þroskamerki ef Píratar myndu rata aftur til Samfylkingarinnar, Sósíalistar og Viðreisn. Vinstri grænir hafa jú alltaf verið öðruvísi, með ræturnar í Alþýðubandalaginu og Nató-andstöðuna. Það er mjög undarlegt að Nató-Kata hafi ekki sprengt stjórnina miðað við langa Nató-andúð kommúnistanna sem eru grunnurinn í flokknum.

En annað merkilegt hefur komið fram í skoðanakönnunum. Mikið af því fylgi sem farið hefur af Sjálfstæðisflokknum hefur farið á Vinstri græna, á meðan þeir hafa tapað sínu fylgi til Sósíalistaflokksins og víðar.

Almenningur er farinn að líta á Vinstri græna sem undarlegt sambland af hægriflokki, vinstriflokki og miðjuflokki. Vinstri grænir verða bara að vinna með þá stöðu og hvernig spilast úr þeirra málum eftir þetta langa stjórnarsamstarf.

Þetta kom fram í einhverju viðtali við stjórnmálafræðing eftir skoðanakönnun á þessu ári, minnir mig, annaðhvort var það Eiríkur Bergmann eða einhver annar sem lýsti þessu.

Hætt er við að fleiri flokkar en Samfylkingin verði að líta í eigin barm og gera upp sögu sína til að reyna að auka fylgi sitt. Samfylkingin vill leita til rótanna, verkalýðsins. Verða ekki sjálfstæðismenn að gera eitthvað svipað til að auka fylgi flokksins?


mbl.is „Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 74
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 733
  • Frá upphafi: 107195

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 557
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband