22.8.2022 | 06:44
Útrás og paradísir, ljóð frá 11. marz 2007
Almennt var ekki talið að hætta steðjaði að bönkunum 2007. Þó voru erlendir sérfræðingar eitthvað að ræða það að horfur væru tvísýnar. Þetta ljóð er frá þessum tíma þegar bilið milli fátækra og ríkra var orðið mjög áberandi, og í fréttum voru útrásarvíkingarnir reglulega en þeir höfðu þá jákvætt orðspor eingöngu, hvað sem síðar varð.
Hér eru þessi eilífu umfjöllunarefni, græðgi, spilling og syndafall, og hvað veldur því.
Em7
Já, ég hef fengið nóg af ýmsu,
því er ekki hægt að neita,
en einhver segir að heimskan sé eilíf og algjör
í gryfjunni þar sem svínin rýta.
Mildin verður svo hörð,
en í hlæjandi gullkistunni eru auðugir uppar.
Það verður víst ekkert hægt að gera
til að breyta því.
Skattaparadísir er svo sem eitt,
og svo er það margt annað gagnrýnivert
sem mætti minnast á.
Bjartsýnin er algjör,
peningafíknin er algjör,
auðokunin er algjör,
millaokunin er algjör,
glæpafélögin fá öll völdin,
auðhringirnir,
en við stöndum eftir hissa.
Paradísir þeirra sem sitja á sólarströndum útum víða veröld.
Nei - það verður víst enginn endir á þessu,
svo mikið er víst.
Þetta getur ekki tekið neinn enda,
því þetta er leikur fjöldans,
og þetta er spilling fjöldans sem er kristinn,
og stefna kirkjunnar er að pynta alla
undir yfirskini gæzkunnar og kærleikans.
Umburðarlyndisins leikur er margvíslegur,
og ekki allt á yfirborðinu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 97
- Sl. sólarhring: 140
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 136960
Annað
- Innlit í dag: 76
- Innlit sl. viku: 595
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.