Nokkuđ áhugaverđir tónleikar međ Gímaldin og félaga hans á Kex hosteli á sunnudaginn.

Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar, sem er sonur Megasar, en hann hélt nokkuđ áhugaverđa tónleika á Kex hosteli á sunnudaginn međ ađstođarmanni sínum, eins og fram hefur komiđ er hann sonur Megasar og móđir hans bloggar hér stundum. Á sunnudaginn hélt hann tónleika á Kex hosteli međ Lofti S. Loftssyni og mćtti ég ţangađ eins og sönnun tónlistarunnenda sćmir.

Ég var mjög forvitinn ađ heyra hvort Gímaldin líktist föđur sínum, sem mér finnst einn mesti snillingur íslenzkrar tónlistarsögu og ţótt víđar vćri leitađ, og jú, sitthvađ minnti á Megas.

Bćđi útlitiđ og söngurinn minnti vissulega á Megas allnokkuđ, en snilldina vantađi, sem Megas var fćr um ađ tjá og túlka ţegar hann var uppá sitt bezta. Ţó var ekki laust viđ ađ ţađ hafi glytt í hana endrum og eins hjá Gímaldin. Sumir textar fannst mér nokkuđ sniđugir og laglínurnar einnig. Útsetningarnar voru bara fremur ţreytandi og áheyrendur fáir og tóku miđlungsvel í alltsaman. Ţannig ađ ég hlustađi ekki á tónleikana til enda, en naut ţeirra laga sem ég hlustađi á býsna vel.

Uppúr stendur ađ mér finnst Gímaldin eiga möguleika á ýmsu. Hann virđist hafa hćfileika til textagerđar og lagasmíđa yfir međallagi, en öll lögin ţarna voru á ensku, og ţađ fannst mér ekki til bóta. Eins og Megas fađir hans hefur sjálfur sagt er búiđ ađ ofnota enskuna svo mikiđ ađ mađur festist fljótt í klisjum og verđur ófrumlegur. Ţá er íslenzkan miklu betra tungumál til ađ prófa sig áfram og gera nýja hluti, eins og Megas hefur sjálfur gert af hvađ mestri snilld, ásamt til dćmis Sverri Stormsker.

Viđ Gímaldin eigum margt sameiginlegt. Viđ notum báđir listamannsnöfn og höfum báđir orđiđ fyrir áhrifum af sama manninum, meistara Megasi og ýmsum öđrum sem líkjast honum, og erum á svipuđum aldri. Ég reyndi ţó ekki ađ ná tali af honum, og upplifunin ađ setjast uppí rafmagnsstrćtó var einnig sérstök, og minnti á framtíđarkvikmyndir í ćsku minni.

Ţađ er sorglegt hversu fáir mćta á tónleika nú til dags. Ég veit ađ ţađ er femínismanum ađ kenna. Ungmeyjarnar, sem áđur mynduđu helzta áhorfendaskarann, ćpandi ungmeyjarnar úr Bítlahefđinni eru ađ mestu hćttar ađ halda uppá karlkyns söngvara og tónlistarmenn, vegna Metooeyđileggingarinnar á menningunni. Skiptir ţá engu hvort viđkomandi listamenn hafa lent í slaufun eđa ekki. Kvenkyns tónlistarmenn hirđa megniđ af kvenkyns ađdáendum nú til dags, og ţannig er tónlistin orđin tónlast, en fleira kemur til í ţví efni.

Ég er ţessvegna búinn ađ missa áhugann á tónleikahaldi og plötuútgáfu ađ mestu. Ég ţyrfti bćđi ađ fá hvatningu og borgađ, en ţarna var frítt inn, en ţannig hef ég spilađ nćstum allt mitt líf, ókeypis og án launa, ţótt langt er síđan ég kom síđast fram opinberlega.

Beztu tónleikarnir međ Megasi hafa veriđ ţegar hann hefur kýlt mann andlega margsinnis međ ögrandi og hćttulegum textum sem hafa gengiđ gjörsamlega fram af manni, ţví ţá hefur mađur eitthvađ lćrt og fariđ ađ pćla í tilverunni, eđa ţegar hann hefur hrćkt útúr sér orđunum fullur af fyrirlitningu eins og á Drögum ađ sjálfsmorđi, eđa túlkađ lög sín á annan hátt ţannig ađ óvenjulegt getur talizt.

Gímaldin er mjög svo snyrtileg og útvötnuđ útgáfa af föđurnum, en ég kann vel viđ hann og tónlistina hans samt. En Megas er bara allt annađ dćmi. Hann er dáleiđandi, mađur veit aldrei hverju mađur á von á nćst. Jafnvel ţegar ekki heyrast orđaskil er mađur dáleiddur af honum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband