Nokkuð áhugaverðir tónleikar með Gímaldin og félaga hans á Kex hosteli á sunnudaginn.

Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar, sem er sonur Megasar, en hann hélt nokkuð áhugaverða tónleika á Kex hosteli á sunnudaginn með aðstoðarmanni sínum, eins og fram hefur komið er hann sonur Megasar og móðir hans bloggar hér stundum. Á sunnudaginn hélt hann tónleika á Kex hosteli með Lofti S. Loftssyni og mætti ég þangað eins og sönnun tónlistarunnenda sæmir.

Ég var mjög forvitinn að heyra hvort Gímaldin líktist föður sínum, sem mér finnst einn mesti snillingur íslenzkrar tónlistarsögu og þótt víðar væri leitað, og jú, sitthvað minnti á Megas.

Bæði útlitið og söngurinn minnti vissulega á Megas allnokkuð, en snilldina vantaði, sem Megas var fær um að tjá og túlka þegar hann var uppá sitt bezta. Þó var ekki laust við að það hafi glytt í hana endrum og eins hjá Gímaldin. Sumir textar fannst mér nokkuð sniðugir og laglínurnar einnig. Útsetningarnar voru bara fremur þreytandi og áheyrendur fáir og tóku miðlungsvel í alltsaman. Þannig að ég hlustaði ekki á tónleikana til enda, en naut þeirra laga sem ég hlustaði á býsna vel.

Uppúr stendur að mér finnst Gímaldin eiga möguleika á ýmsu. Hann virðist hafa hæfileika til textagerðar og lagasmíða yfir meðallagi, en öll lögin þarna voru á ensku, og það fannst mér ekki til bóta. Eins og Megas faðir hans hefur sjálfur sagt er búið að ofnota enskuna svo mikið að maður festist fljótt í klisjum og verður ófrumlegur. Þá er íslenzkan miklu betra tungumál til að prófa sig áfram og gera nýja hluti, eins og Megas hefur sjálfur gert af hvað mestri snilld, ásamt til dæmis Sverri Stormsker.

Við Gímaldin eigum margt sameiginlegt. Við notum báðir listamannsnöfn og höfum báðir orðið fyrir áhrifum af sama manninum, meistara Megasi og ýmsum öðrum sem líkjast honum, og erum á svipuðum aldri. Ég reyndi þó ekki að ná tali af honum, og upplifunin að setjast uppí rafmagnsstrætó var einnig sérstök, og minnti á framtíðarkvikmyndir í æsku minni.

Það er sorglegt hversu fáir mæta á tónleika nú til dags. Ég veit að það er femínismanum að kenna. Ungmeyjarnar, sem áður mynduðu helzta áhorfendaskarann, æpandi ungmeyjarnar úr Bítlahefðinni eru að mestu hættar að halda uppá karlkyns söngvara og tónlistarmenn, vegna Metooeyðileggingarinnar á menningunni. Skiptir þá engu hvort viðkomandi listamenn hafa lent í slaufun eða ekki. Kvenkyns tónlistarmenn hirða megnið af kvenkyns aðdáendum nú til dags, og þannig er tónlistin orðin tónlast, en fleira kemur til í því efni.

Ég er þessvegna búinn að missa áhugann á tónleikahaldi og plötuútgáfu að mestu. Ég þyrfti bæði að fá hvatningu og borgað, en þarna var frítt inn, en þannig hef ég spilað næstum allt mitt líf, ókeypis og án launa, þótt langt er síðan ég kom síðast fram opinberlega.

Beztu tónleikarnir með Megasi hafa verið þegar hann hefur kýlt mann andlega margsinnis með ögrandi og hættulegum textum sem hafa gengið gjörsamlega fram af manni, því þá hefur maður eitthvað lært og farið að pæla í tilverunni, eða þegar hann hefur hrækt útúr sér orðunum fullur af fyrirlitningu eins og á Drögum að sjálfsmorði, eða túlkað lög sín á annan hátt þannig að óvenjulegt getur talizt.

Gímaldin er mjög svo snyrtileg og útvötnuð útgáfa af föðurnum, en ég kann vel við hann og tónlistina hans samt. En Megas er bara allt annað dæmi. Hann er dáleiðandi, maður veit aldrei hverju maður á von á næst. Jafnvel þegar ekki heyrast orðaskil er maður dáleiddur af honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 708
  • Frá upphafi: 127251

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband