Eitt kristilegasta ljóðið mitt er hér:"Kristur gefðu trygga trú" frá 6. marz 1999.

Þetta er ort um það bil tíu árum seinna en síðasta ljóð sem ég birti, þarna var ég að að nálgast þrítugt, 28 ára og þar sem Þorgils, minn bezti vinur er guðfræðingur höfðum við oft rætt kristileg málefni, og ég lét til leiðast og tók þátt í kristilegum bænahópi á þessum tíma, Destu, og samdi kristileg lög í kjölfarið. Ég held að þetta sé eitt af þeim beztu. Sýnir vel að ég breyttist á tíu árum, og þetta fellur betur í kramið hjá þeim sem aðhyllast kristna trú.

 

E                 A               E

Spora þinna gættu góði maður,

D7                                         E

gæzkan þarf að fylgja síðri kápu.

E                         D7          E

Aðeins fyrir aðra vertu glaður,

A                                                  E

ágirnd mannsins þarf að beita sápu.

 

Viðlag:

 

D7

Kristur gefðu trygga trú,

D

taktu vafann allan burt.

D7

Höldum aðeins hjálpar þú.

D                                 E

Höfum við af gæzku spurt?

 

Líttu stórt á afrek góðra granna,

gjarnan vertu ei spar á mikla lofið.

Horfðu smátt á handverk þinna anna.

Heimssátt getur eiginfýsnin rofið.

 

Viðlag.

 

Millivers:

 

E         C7                 E

Þegar efinn að mér sækir,

E         D7                       E

erfitt margt er, kraftur dvínar.

E           C7                        E

Skarpur maður skyldur rækir.

E               D7                       E

Í skemmu trúar mér strax hlýnar.

 

Hæversk önd vill halda sig til baka,

og hyggja að því sem vandað aðeins reynist.

Yfir mönnum englar stöðugt vaka,

í ógnarspilltum manni blíða leynist.

 

Viðlag.

 

Hér má sjá fyrirgefninguna og vonina um að vondir og spilltir menn breytist fyrir náð trúarinnar. Hér er einnig fjallað um auðmýktina og gildi hennar, allt saman stór partur af kristinni trú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 132088

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband