14.8.2022 | 12:54
Í tilefni umfjöllunar um málefni líðandi stundar, trúfrelsi og annað. Náttúran, ljóð og söngtexti frá 1. janúar 1988, með skýringum.
G C/G G
Ég trúi ekki á ást,
G C/G G
hún er það allra versta,
G C/G G
og ég trúi ekki á guð,
G Am/G G
hann er gamall fantur.
G D/G G D/G G
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á bíla,
þeir eru bara ökutæki,
og ég trúi ekki á gæfuna,
því hún er hverful og hviklynd.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á menn,
þeir hafa sýnt að þeir eru svikulir.
Ég trúi ekki á konur,
þær hafa sýnt að þær eru veiklyndar.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á mannsins hug,
með hans véluðu hugmyndum og vélráðum.
Ég trúi ekki á konunnar blíðlyndi,
hún svíkur það fyrir blíðan koss.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á skrattann,
illverkin hans eru mannanna verk,
hann getur átt sig í friði
í hjörtum heittrúaðra.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á reikning,
hann reiknar bara kaldar tölur,
og ég trúi ekki á of mörg orð,
menn snúa þeim gjarnan í marga hringi.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Ég trúi ekki á Mahatma Ghandi,
eða Búdda, eða Alla, eða Múhameð,
og því síður á heilagar, mikilvægar kýr,
þó að þær teppi heilbrigða hugsun.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Náttúran er allra bezt.
Hún segir þér hvernig þú átt að vera.
Hún hatar og fyrirlítur allar blekkingar,
vill gjarnan deyða þig.
Ég trúi bara á mig - og náttúruna.
Stormskersguðspjöllin hans Sverris Stormsker höfðu mikil áhrif á mig um jólin 1987 og æ síðan. Þetta kvæði og fjölmörg önnur urðu til í kjölfarið. Þetta er almenn yfirlýsing heiðingjans um trúleysi, eða þetta sem svo margur maðurinn og konan hyggur fyrir sig, að hafna bókstafstrú en grauta öllu saman og kalla það trú á náttúruna.
Þegar vel er að gætt er textinn upptalning á bókstafstrúartegundum sem er hafnað. Að trúa ekki á reikning þýðir að trúa ekki í blindni á vísindin. Hitt skýrir sig að mestu sjálft. Að trúa ekki á bíla, þar er verið að hafna töffaramenningunni sem femínistar eru svo iðnir við að gera einnig á sinn hátt, ekki eins mildilega og ég geri þarna. Að trúa ekki á bíla, þar er ég að vísa í menningu sjötta áratugarins, Elvis Presley, rokkið fyrsta og allt það.
Að trúa ekki á ást, það merkir að vilja ekki verða ástsjúkur, ástarfíkill, meðvirkur í ástarsambandi sem leiðir af sér þjáningu.
Að trúa ekki á menn, það þýðir að trúa ekki í blindni á það sem menn segja eða standa fyrir, heldur taka því með varúð. Viðlagið sýnir þó að afneitunin á þessu sem talið er upp er ekki algjör, vegna þess að einstaklingurinn, "trúa á mig og náttúruna", er hluti af náttúrunni, og hluti af því sem upp er talið. Þannig að ljóðið fjallar um höfnun á bókstafstrú á þessu fyrirbæri, en samt einhverskonar trú sem erfitt er að skilgreina, en þá hef ég átt við þessa fornu skýringu á orðinu náttúra, sem er andi, eða vilji, einnig merking gefin upp í orðabókum, en sjaldnar notuð.
Að trúa ekki á konur merkir að verða ekki kynlífsþræll, að tigna ekki konur eins og gyðjur, heldur stíga til baka og leyfa sér að "vera nóg", "elska sjálfan sig", eins og þetta er sagt í Nýaldarfræðunum og mörgum þesslegum nútímakenningum.
Annað skýrir sig sjálft fyrir meðalskýra og kýrskýra myndi ég halda. Að trúa ekki á guð, fyrir þann sem elst upp við kristni er verið að vísa í guð Biblíunnar að sjálfsögðu, en hægt væri að rökstyðja að átt sé við heiðna guði eða hvaða guð sem er.
Ég hef nú alveg verið svo skýr á þessum aldri, 17 ára, að gera mér grein fyrir því að fullyrðingin um að guð Biblíunnar sé algóður stenzt ekki, miðað við þjáninguna í heiminum og margar lýsingar í Biblíunni sem virðast benda til grimmdar Jahve, eða Jehóva eins og sumir kalla hann.
Að trúa ekki á gæfuna, það merkir að kunna að efast um allt það sem maður hefur í hyggju, að velta því fyrir sér hvað getur farið úrskeiðis, að vera ekki of viss um sigur.
Þetta er ekki einfalt gredduljóð þótt margir vilji halda það, þetta er yfirlýsing um sjálfstæði og frelsi undan kreddum og fíknum, myndi ég halda frekar en annað.
Það er kannski kominn tími til að ég gefi út ljóðabók, eða að ég reyni að fá stóru útgáfufyrirtækin til þess, með því að koma með handrit til þeirra að ljóðabók. Ég hef víst samið nóg af góðum ljóðum og söngtextum sem á erindi við fólk.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 17
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 520
- Frá upphafi: 132092
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 414
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
17,ára,þú lifir/lifðir mennskur rétt eins og Jesús Kristur.Hann þjáðist vegna illsku mannana og allir vita að hann dó fyrir oss. Ég er ekki þess umkomin að skrifa eins og predikari,en játa að ég hef spurt margs án þess að nokkur mannvera geti skýrt "hvers vegna",en svarið fæ ég og það helgast af einlægri trú. Kær kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2022 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.