14.7.2022 | 14:30
Gott markmið, umdeilanleg aðferð.
Það er hægt að sekta fyrir margt vitlausara en að sýna ekki næga alúð við þjónustustörf, eins og segir frá í þessari frétt, nema ánægjan verður að koma innanfrá, það er ekki hægt að neyða fólk til að vera glatt. Þetta er býsna fyndin frétt og margræð, því ég er sammála borgarstjóranum á Filippseyjum að "brosstefnan" sé góð, en aðferðirnar sérstakar.
Ég er einnig sammála honum að "vinalegt og rólegt andrúmsloft" sé gott, þegar fólki er sinnt, en vissulega kemur þetta á óvart, að sektum sé beitt.
Það er svo margt arfavitlaust í okkar menningu og skaðlegt að þetta er í sjálfu sér ekki það versta. Þetta sýnir þó að refsigleðin er orðin alheimslegt vandamál, í stað þeirrar frelsishugsjónar sem var ríkjandi á þeim tíma sem Gunnar Smári Egilsson, sem var sótsvartur kapítalisti að eigin sögn en er nú sótsvartur kommúnisti og sósíalisti að flestra sögn, kallar tíma öfgakapítalisma, tíminn þegar Thatcher og Reagan voru við völd og leiddi til hrunsins 2008, að hans sögn. Ekki er ég viss um að Hannes Hólmsteinn sé sammála því.
Mikið af reglugerðafarganinu frá ESB er óskiljanlegt en þetta er að vísu ekki óskiljanlegt. Fólk má víst fara misjafnar leiðir að markmiðum sínum, og ef þetta eru ekki of háar sektir er þetta aðallega gamanmál og mannbætandi. Sérstaklega ef frjálslega er fylgzt með, en ef of margir eru sektaðir skapar þetta væntanlega mikla óánægju og reiði.
Annars hef ég skilið frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins þannig að refsihvötinni eigi að hafa hemil á og að fólk eigi að fá að njóta sín sem mest og bezt á eigin verðleikum. Þessu eru jafnaðarmenn og vinstrimenn síður sammála, þeir trúa því að hægt sé að stýra hegðun fólks í rétta átt með boðum og bönnum.
Brosið eða greiðið sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 738
- Frá upphafi: 127434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 529
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.