Myndgæði eru ekki allt, fjölskyldustemmning myndaðist þegar fólk fór á VHS leigurnar.

Það myndaðist sérstök og skemmtileg fjölskyldustemmning yfir því að fara á vídeóleigurnar og horfa saman á mynd. Nú er hægt að horfa á kvikmyndir í snjallúrunum og tölvunum, hver og einn með kvikmynd að eigin vali, eða brot og brot úr henni í senn.  Almennur áhugi á kvikmyndum og öðru menningarefni er allur í brotum; dvínandi og næstum horfinn. Nema, fólk er að styðja vini og kunningja sem eru listamenn og listafólk, það heldur áfram, en stórstjörnurnar verða helzt ekki til nema úti í heimi, og þar er fjöldinn líka orðinn meiri en áður, svo athyglin dreifist. Tónlist foreldra minna, Bítlarnir og það allt hefur mest heillað mig, þegar alvöru stórstjörnur voru til í tónlistinni, og kvikmyndastjörnur líka, sem gnæfðu yfir aðra og allir höfðu skoðun á, allir þekktu.

Þegar ég var unglingur var það Wham og Duran Duran sem börðust um athyglina hjá minni kynslóð. Báðar hljómsveitirnar fannst mér heldur ómerkilegar, í Duran Duran var söngvarinn með bresti í röddinni eins og drengur í mútum, og tónlistin var of mikið hljóðgervlaskotin, minna bar á gítar, bassa og trommum, þannig að ég hélt meira með Wham, en ég gerði kröfur um fleiri en 1-5 góð lög frá listamönnum, þannig að ég tók ekki Wham alvarlega, og hélt meira upp á Megas og Bob Dylan, þar sem ég gat valið úr tugum eða hundruðum góðra laga frá þessum listamönnum, hvert öðru betra.

Myndbandaleigan í fréttinni í Bretlandi er fertug og lifir góðu lífi. Sennilega eru einhverjar myndbandaleigur eftir á Íslandi, þótt ég viti það ekki, gizka á að svo kunni að vera.

Hafa félagsfræðingar velt því fyrir sér hvort það hafi verið vont fyrir fjölskylduna sem einingu þegar vod-leigurnar komu og allt þetta sem útrýmdu DVD leigunum og VHS leigunum og fjölskyldustemmningunni í kringum að leigja DVD og VHS spólur og diska?

Fjölskyldan sem eining hefur orðið fyrir gríðarlega mörgum áföllum, og tízkubylgjur vinstriflokkanna og jafnaðarflokkanna hafa ýtt undir þau.

Það er furðulegt hvað samfélagið hefur breyzt mikið á minni ævi, og svo að hafa innsýn í tilveru fyrri kynslóða eftir að hafa heyrt þær sögur. Þessvegna er ég sannfærður um að geimverur standi á bakvið þetta, að tæknin úr Roswell geimskipunum 1947 eða jafnvel fyrr, sé undirstaða nútímatækninnar.

Við erum fórnarlömb. Femínistar elska þetta hugtak, en það nær yfir allt fólk sem tilheyrir nútímanum.

Afi og amma voru ekki mikið bókafólk, en þau kunni setningar sem geymdu speki, bæði úr Biblíunni, Íslendingasögunum og málshætti úr þjóðtrúnni. Kannski var kristnin sem þau ólust upp við jafn einsleit og RÚV menninginni, elítumenning nútímans, fjölmenningin og allt það. En setningarnar sem þau kunnu, málshættirnir og málskviðirnir, spekiorðin, þetta stefndi einatt í andstæðar áttir, þannig að það vakti spurningar hjá mér sem barni.

Skrýtið, að ömmur og afar nútímans eru af 68-kynslóðinni, og það er fólkið sem einna fyrst gerði uppreisn gegn aldalangri menningu sem lítið hafði breyzt.


mbl.is Enn er hægt að leigja VHS-spólur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband