Leiði er ekki sama og leið. Að fá leiða á einhverju er rétt mál, ekki að fá leið á einhverju.

Ég hef lítið orðið var við málvillur fjölmiðlafólks að undanförnu og það er hróssvert. Það er þó eitt sem ég vil gera að umfjöllunarefni í þessum pistli sem ég hef heyrt tvisvar í kvöldfréttum og mætti betur fara, en það er villan að segja að fá "leið" á einhverju en ekki "leiða".

Þetta er skiljanleg villa sem kemur vegna brottfalls í framburði, og getur festzt í málinu að óþörfu, og þarf að minna á að ætti að vera skýrt borið fram. Þeim sem vilja staðfesta af eigin rammleik að ég hafi rétt fyrir mér með þessa leiðréttingu má til dæmis benda á greinina "Gott mál" sem er á netinu eftir Ólaf Oddsson á PDF formi öllum aðgengileg. Þar er þetta á blaðsíðu 24.

Það var hin kunna og vel máli farna sjónvarpskona Edda Andrésdóttir sem tók upp þessa algengu villu á Stöð 2 nýlega í fréttatíma, en þar sem hún stendur sig yfirleitt mjög vel vill maður benda á svona villur, því sjónvarpsfólk hefur mikil áhrif, sem fyrirmyndir.

Skýrmælgi bætir úr þessu og þetta er mjög augljóst, en nauðsynlegt er þó að benda á þetta, til að ekki séu allir að apa upp sömu villuna þannig að fæstir eða engir viti af þessu. Sé talað mjög hratt getur verið erfitt að koma þessu að, en sé talað hægt er það auðvelt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 678
  • Frá upphafi: 107140

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband