Femínistagjörningur og vinstriöfgar, Vísir fjallar um það.

Bæði Stöð 2 og RÚV sögðu fréttir af sama atburði með mismunandi hætti um helgina. Vísir er með þessa sömu frétt sem heitir: "Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið", - en hún er fræg undir nafninu "Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku" svona almennt. Styttan fannst raunar aftur og var sagt frá því tveimur dögum síðar og tekið viðtal við tvær listakonur sem nota verkið, en það viðtal var furðulegt.

RÚV var með hlutlausar fréttir af þessum atburði, en fréttin á Stöð 2 vakti í raun athygli mína á því hversu langt pólitísk rétthugsun/ranghugsun getur gengið hjá sumum.

Listakonurnar kalla þessa frægu styttu rasíska því í heiti hennar kemur fram lýsing á hörundslit Guðríðar. Nú hvernig er annað hægt, fyrst styttan fjallar um þennan atburð? Geta listakonurnar ekki skilið að veruleikinn er rasískur og staðreyndir eru rasískar?

Þetta er gott dæmi um það hvernig nútímakonur rembast við að auka frægð sína með allskonar bulli einsog þessu. Í þeirri frægðarfíkn er í lagi að vera með ranghugmyndir um nútíðina, fortíðina og gera lítið úr listaverkum annarra sem fræg eru orðin, eða setja þau í mjög ankannanlegt ljós.

Það er ekki hægt að banna fólki með lögum að hafa skoðanir, rasískar eða aðrar, nema í algjörlega fasísku samfélagi sem er orðið einsog skáldsagan 1984 eftir George Orwell. Því miður vilja vinstrimenn og jafnaðarmenn stefna í þá átt, og því furðulegt að nokkur kjósi þá. Það er að vísu búið að setja það í lög að ekki megi smána eða mismuna fólki á grundvelli útlits, kynþáttar, kyns eða slíks.

Eftir stendur að heiftin er ekkert minni en áður, og fólk andskotast þá bara útí náungann eftir öðrum leiðum og með öðrum formerkjum, til dæmis útí pólitíkusa, sem mega minna og færra, og verður ekkert friðsamara eða betra. Í raun er þessi mannréttindakafli alveg jafn úreltur og lögin um guðlast sem voru afnumin árið 2015.

Þegar útlendur veruleiki er heimfærður uppá íslenzkan veruleika virkar það eins og raunveruleikafirring algjör og klikkun.

Svipaður kjánahrollur kom þegar fréttir nýlegar komu um Eirík Rögnvaldsson og hans nýjustu bók. Hann vill leyfa að sagt sé:"Ég vill", ekki "ég vil," og "mér langar", ekki "mig langar" og annað slíkt sem er rangt mál. Popúlismi er á öllum sviðum, og þessi maður hefur orðið honum að bráð.

Fréttir eins og þessar um þessar listakonur og þeirra undarlegheit réttlæta það að maður sé á móti kvenréttindum, ekki bara femínisma eða öfgafemínisma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 745
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 547
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband