Áróðursfréttir innan og utan járntjalds

Býsna góður var pistill Geirs Ágústsonar um helgina, "Er markmiðið að skipta heiminum í tvennt?" Ekki voru athugasemdirnar síðri raunar. Niðurstaðan er sú að við sem tilheyrum Vesturlöndum erum sífellt að verða veigaminni.

Óstjórnin í vinstrimálefnum vill banna allt klám nema tilfinningaklám. Allar fréttir skuli vera undirlagðar af tilfinningaklámi, öll viðhorf eiga að vera þannig, og rökvísin á ekki að ráða. Við stefnum fram af bjargbrúninni og konur eru ábyrgðar fyrir því, þær stjórna og þetta er einkenni kvennamenningarinnar eins og hefur verið um aldir. Þróunin er stöðugt í þá átt að Evrópa og Bandaríkin minnka en Indland, Asía, Afríka, og Rússland eflast. Þetta með Rússland er óljósara, en þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og auðræði hefur þeim tekizt býsna vel að fjölga þjóðinni og halda uppi lífskjörum.

Rauði krossinn og þessar alþjóðastofnanir, er tími þeirra liðinn með minnkandi vægi þeirra þjóða sem töldu sig siðmenntaðar? Í kommentakerfi DV má enn sem fyrr lesa athugasemdir vinstriöfgafólks sem telur íslenzk stjórnvöld ekki siðmenntuð því þau láta ekki undan villimannlegum kröfum um landamæraleysi og regluleysi. Siðmenning mun ekki fylgja stjórn Pírata og slíkra stjórnleysingja, heldur upplausn.

Borgaralegir flokkar með kristileg viðhorf hafa stjórnað hinni siðmenntuðu Evrópu, bæði jafnaðarstjórnirnar í Svíþjóð hafa verið þannig og annarsstaðar þar sem kapítalisminn hefur ráðið. Píratar berjast gegn þessum borgaralegu gildum og telja sitt réttlæti betra, en það hefur þau einkenni að ganga sífellt lengra.

Nú þegar er það ljóst að jafnvægi náttúrunnar er að raskast, en af lestri margra góðra pistla má maður vita að önnur jafnvægi eru komin að þrotum einnig, svo sem hið efnahagslega.

Joe Biden lætur stjórnast af konum. Þessvegna er hann vinsæll meðal vinstrimanna í Bandaríkjunum og í mæðraveldinu Íslandi. Nema hvað, að stór hluti heimsins er á annarri vegferð, og ný efnahagsbandalög Indverja, Kínverja og Rússa grafa undan hinum vestræna heimi. Sagt hefur verið að Kínverjar ógni Bandaríkjunum miklu meira en Rússar. Nema hvað Kínverjar eru svo öflugir að Bandaríkjamenn voga sér ekki að gagnrýna þá mikið, hvað þá að vinna gegn þeim, eins og gert hefur verið við Rússa. Jafnvel ekki eftir Kínakvefið, farsóttina sem aldrei gleymist.

Það er mjög augljóst að RÚV og Stöð 2 koma með kranafréttir að utan. Þær eru teknar og fluttar með krana og hlammað niður í hráum stíl. Síðan á fólk að trúa þeim.

Ætli ungu kynslóðirnar séu líka að fatta að þær fréttir gefa ekki endilega rétta mynd, þær eru áróður, ekkert síður en áróðurfréttirnar innanvið hið nýja járntjald í Rússlandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ekki gleyma stórsigri Viktors í Búdapest um helgina.

Guðjón E. Hreinberg, 5.4.2022 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 108277

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 559
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband