Eru vinstrimenn sáttir við svona okur ofurríkra banka?

Bankar sem hirða 70% af arðinum komast upp með það á meðan enn er ekki komin kreppa. Búsáhaldabyltingin var gerð þegar fólk fékk nóg og fann fyrir þjáningu óréttlætisins. Það er ekkert samsærishjal að þeir ríku hafa orðið miklu ríkari á heimsvísu, sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson fjallaði um þetta fyrir um það bil 3 árum á Útvarpi Sögu, og hann er jafnaðarmaður með báða fætur á jörðinni, en raunsær og segir hlutina hreint út.

Hann á að vísu erfitt með að viðurkenna að jafnaðarmenn eru innsti koppur í búri þegar kemur að alþjóðavæðingunni og spillingu og auðsöfnun á bakvið hana, og vill kenna Sjöllum um eins og áður.

En það er verið að reyna á þolmörk og áframhaldandi þróun getur varla endað vel. Þessi frétt um bankana er bara eitt dæmi af mörgum sem minna okkur á aðdraganda hrunsins 2008.

Samvinna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins fyrir hrunið 2008 réttlætti þöggun og spillingu, undirbjó hrunið. Samvinna Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í síðustu tveimur ríkisstjórnum gerir það sama. Vinstrimenn í heild í stjórnarandstöðu og stjórn vilja síður rugga bátnum þegar skarpar línur á milli vinstri og hægris eru ekki lengur til staðar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti þessari ríkisstjórn vel, hún snérist um eiginhagsmunagæzlu og kyrrstöðu, en afrek síðasta umhverfisráðherra finnst mér að vísu nokkuð sem hægt er að telja merkilega arfleifð, og sömuleiðis hæfileika Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra, að halda þjóðarskútunni á floti í gegnum heimskreppuna.


mbl.is Bankinn tók 70% af arðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Síðasta orðið í þessum pistli hefði átt að vera "farsóttina" en ekki "heimskreppuna". Ég átti við að Bjarni Benediktsson hefur sýnt hæfileika sem fjármálaráðherra á tímum þegar Covid-19 farsóttin hefur kostað þjóðarbúið mikið. Farsótt og heimskreppa, það er stundum verið að tala um þetta sem svipað fyrirbæri.

Ingólfur Sigurðsson, 28.3.2022 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 741
  • Frá upphafi: 107203

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband