27.3.2022 | 15:08
Ísland þarf í Evrópusambandið til að sjá því fyrir hreinni orku, nú þegar þeir hafna Rússum.
Ég var að horfa á Silfrið. Já, það er auðvitað skynsamlegast að heyja sem harðast efnahagsstríð við Rússa, því auðvitað tekst þannig að gera þá lýðræðislega. Við Íslendingar ættum auðvitað einnig að ganga í Evrópusambandið núna með það meginmarkmið að sjá Evrópu fyrir orku, hreinni orku, svo þeir verði síður háðir Rússum, Þjóðverjar.
Ekki gengur Pútín of vel í þessu stríði, og hafa sumir talið afl og stríðsæsing Azov herjanna ástæðuna. Finnst mörgum það skjóta skökku við að vesturlönd styðji Úkraínu sem er með Azovherina til aðstoðar, sem aðhyllast hreinan og kláran nazisma, sem þó flestir reyna þó að andmæla og níða niður. Þversagnakennt er það mjög.
Sumir gera mikið úr því að Joe Biden tókst að stynja upp nokkrum orðum án þess að mismæla sig eða teljast kalkaður, og er það mikið afrek. Já, hann er mikil hetja.
Verður það Evrópusambandinu til hagsbóta að hervæðing sé þar að aukast að miklum mun og að útgjöld til hernaðaruppbyggingar, sem nefnd er varnarmál, séu að aukast mjög?
Ísland getur ekki staðið eitt og sér, og sjálfstæði okkar þjóðar er mjög orðum aukið, þar sem við erum auðvitað taglhnýtingar Bandaríkjanna og hins frjálsa heims. Eðlileg þróun í þá átt er að við göngum í Evrópusambandið og stuðningur við Evrópusambandið sem nú eykst á Íslandi er ekki tilviljun og mun ekki ganga til baka endilega. Vel má vera að hann haldi áfram að aukast þar til þjóðin gengur inní Evrópusambandið, sem gerist auðvitað fyrr eða síðar, og nú eru Vinstri grænir síður mótfallnir aðild að Evrópusambandinu, finnst mér af málflutningi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og ekki er Framsókn hörð í andstöðunni, en sjálfstæðismenn eru það enn margir, að vísu.
Rétt er það að lýðræðisbaráttan er í hættu víða, og efnahagurinn líka. Það er að sjá og heyra á spekingum sem spjalla að ekki komi annað til greina en hart efnahagsstríð við Rússa, þótt mér finnist að það þurfi að ræða betur, og er sammála Ólafi Ragnari um að vandfarin er sú leið.
Einfaldlega er málið þetta að það vantar allan raunverulegan áhuga Íslendinga á sjálfstæði. Úr því að Frelsisflokkurinn kemst ekki inná þing eða Íslenzka þjóðfylkingin er alveg eins gott að kjósa Viðreisn eða Samfylkingu og ganga í ESB. Það mun auðvitað gerast.
Pútín mun aldrei vinna auðveldan sigur á Azovmönnum eða öðrum Úkraínumönnum. Ef hann sigrar, sem ég er farinn að efast um æ meira, verður sigur hans ætíð beizkjublandinn og vafasamur, ósigur að hluta til. Hann getur ekki haldið Úkraínu auðveldlega.
Úkraínustríðið hefur sýnt að nýnazistar eins og Azovmenn eru allt að því ósigrandi þegar bardagahugurinn er svona mikill og þjóðerniskenndin, eða allt að því, og geta kannski sigrað ofureflið, og fengið stuðning næstum allra á vesturlöndum einnig.
Valdatími Pútíns styttist, og þetta stríð hefur stytt hann augljóslega, og minnkað hans vinsældir, en hvað og hver tekur við þegar hann hrekst frá völdum? Verða það Úkraínumenn eins og hörðustu stríðsmennirnir þarna eða friðsamlegir lýðræðisflokkar eða eitthvað allt annað? Kannski kommúnistar af gamla skólanum með endurreista stefnu Stalíns?
Rússar að missa takið á Kerson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 80
- Sl. sólarhring: 197
- Sl. viku: 764
- Frá upphafi: 129879
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 583
- Gestir í dag: 66
- IP-tölur í dag: 66
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru menn að horfa á Rúv?
Guðjón E. Hreinberg, 28.3.2022 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.