Misvísandi fréttir um árangur harðra sóttvarnaraðgerða víða

Ég vil leitast við að taka mark á sem flestum, ekki bara þeim sem ég hef tilhneigingu til að vera sammála. Í þessari viku var umfjöllun á Hringbraut, þar sem blaðamenn Fréttablaðsins fá tækifæri til að kynna sína Viðreisnar/Samfylkingarhlið á fréttum, en fréttin vakti athygli hjá mér, og var sett fram sem staðreyndaupptalning, sem hún sennilega er.

Hún fjallaði um hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn hefur haft á meðalaldur á Norðurlöndunum, og er þá til marks um alvarleika faraldursins, því þar sem hann hefur verið verstur hefur meðalaldur þjóðanna lækkað, þar sem þeir elztu hafa horfið af sjónarsviðinu mest og látizt af völdum hans, eða samkvæmt opinberum skýringum, sem reyndar eru dregnar í efa.

Niðurstöðurnar voru þær að meðalaldurinn á Norðurlöndum hafi aðeins lækkað í Svíþjóð og á Grænlandi. Ekki veit ég skýringarnar á þessu með Grænland, en ekki kemur mjög á óvart að meðalaldur hafi lækkað í Svíþjóð, því þeir hleyptu veirunni lausri snemma, eða allt að því, þannig hafa ýmsir túlkað þetta, en auðvitað er það einföldun. Allavega, þar komst veiran inní sjúkrastofnanir og mannfall var mikið. Svíar misstu tökin að einhverju leyti á smitvörnum.

Þegar Ómar Geirsson kallaði Anders Tegnell sóttvarnarlækni Svíþjóðar fjöldamorðingja átti hann við þetta, að þar hafa tiltölulega flestir dáið í kófinu á Norðurlöndunum.

Ég hef áhuga á samsæriskenningum, en þessi tölfræði er sannfærandi. Við Íslendingar hljótum að vera þakklátir Þríeykinu, en sennilega voru það ekki bólusetningarnar sem björguðu heldur einangrunin á meðan skæðustu bylgjurnar gengu yfir, en Ómikronbylgjan sem nú hefur geisað eftir afléttingu er mun skárri eins og menn vita, og hefur þó tekið toll.

En það að meðalaldur hafi ekki lækkað á Íslandi, í Noregi, í Danmörku eða Finnlandi staðfestir kannski það sem sumir hafa sagt að faraldurinn hafi í þessum löndum verið eins og kvef, eða venjuleg flensa, þar sem lokanir voru viðhafðar og smitvarnir.

En það er að segja af fólki sem ég þekki og veit af, að verstu veikindin í kófinu hafa verið hjá þríbólusettu fólki, sem flest var þó fílhraust fyrir. Ég hef alls ekki trúað því auðveldlega að bólusetningarnar eyðileggi ónæmiskerfið í fólki, en þetta bendir til þess samt.

Mér finnst það skrýtið að fólk sem yfirleitt hefur ekki verið að fá árlegar flensur verður virkilega veikt af Covid-19 EFTIR þrjár bólusetningar, en ekki í fyrstu bylgjunni.

Skyldi eitthvað vera ósagt eða undarlegt við þessar tölur sem birtar voru á Hringbraut í vikunni, í þessari frétt?

Svo var reyndar önnur frétt í Fréttablaðinu um að harðar lokanir sóttvarnaryfirvalda hafi ekki haft áhrif yfirleitt þegar tekin eru saman lönd, þannig að þetta er skrýtin farsótt, eða kannski öllu heldur skrýtinn sýklahernaður, eða efnavopnahernaður, sem kannski er réttasta skýringin.


mbl.is Álagið hefur skilað sér í langvarandi veikindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 752
  • Frá upphafi: 107214

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 573
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband