Klikkun þarf til að skilja og útskýra klikkun nútímans og hliðar-raunveruleikana opinberu, sem eru boðaðir sem sannleikur meginstraumsfjölmiðlanna

Ég er sáttur við pistil Björns Bjarnarsonar sem birtist í gær, "Málsvarar hliðar-raunveruleika". Hann kemur með túlkun á samsæriskenningum sem er áhugaverð. Hann er nógu skynsamur til að kalla samsæriskenningar hliðarveruleika frekar en bull, og nær hann þar að hitta í mark. Það er að segja, eitt sérstakasta einkenni nútímans er einmitt að fólk hefur ekki sömu upplifun á veruleikanum, en þar með er ekki sagt að samsæriskenningar séu allar rangar, en þær eru hluti af mismunandi upplifunum og skoðunum.

En hvað geta svokallaðir hægriöfgamenn annað en beitt sömu aðferðum á vinstriöfgamenn og þeir beita með góðum árangri á annað fólk, til dæmis í borgarstjórn Reykjavíkur? Eins og góðir heimspekingar hafa bent á er nútími okkar klikkaður og sturlaður, og aðeins þeir geðveiku geta skilið hann og útskýrt, hvort sem þeir eru opinberlega stimplaðir klikkaðir eða ekki.

Hefur Björn Bjarnason gert sér grein fyrir því að vinstriöfgamenn (sem nú eru normið og hafa étið upp aðrar stjórnmálahreyfingar) hafa með góðum árangri búið til hliðar-raunveruleika sem nú hefur verið í lög leiddur, þess efnis um að kyn manna séu ekki tvö, eins og er líffræðilega raunsætt, samkvæmt sköpuninni, heldur eins mörg og andleg sköpunargáfa býður?

Þessar breytingar á veruleikanum, þessi vinstrisinna hliðar-raunveruleiki er ekki samsæriskenning heldur staðreynd sem fólk verður að temja sér, hvort sem það er auðvelt eða erfitt fyrir viðkomandi. Séu einhverjir meistarar til í því að búa til hliðar-raunveruleika eru það jafnaðarmenn og vinstrimenn, húmanistar, mannréttindafrömuðir og mannúðarsinnar, en ekki hægriöfgamenn eða hægrimenn, sem aðeins svara fyrir sig með því að túlka og skilgreina veruleika flestra jarðarbúa sem er kominn út fyrir öll venjuleg mörk.

Opinbera túlkunin á Covid-19 í alþjóðasamfélaginu, sem risalyfjafyrirtækin stjórna, er síðan talin skáldskapur og hliðar-raunveruleiki af mörgum sem hafa rannsakað þetta í grunninn og þekkja klækjabrögð billjóneranna.

Eins er það með einhliða afstöðuna gegn Rússum, það er nú farið að tala um hana sem sömu fjölmiðlahysteríuna, að málið sé upp of einföld mynd í spilltu meginstraumsfjölmiðlunum, allt í þágu elítunnar. Skrímslavæðing Rússa og Pútíns er kommúnískur, jafnaðarstefnufasískur hliðar-raunveruleiki húmanistanna sem eru svo áhrifamiklir í dag.

Björn Bjarnason hefur stillt sér upp nálægt miðjunni, sem málsmetandi maður, og hefur vit á því að halda sér þar, jafnvel þótt sú sama miðja færist til stjórnmálalega.

En af skrifum hans má stundum lesa að hann gerir sér grein fyrir því að sýndarveruleikarnir eru margvíslegir, og koma ekki allir frá hægrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 575
  • Frá upphafi: 107233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 447
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband