Er Evrópusambandið eins almáttugt og voldugt og maður les um í Fréttablaðinu?

Sigmundur Ernir fer mikinn gegn í leiðara Fréttablaðsins og upphefur ESB mikið, og segir það "líklega vera stærsta pólitíska afleik Sjálfstæðisflokksins frá upphafi" að standa gegn ESB, "hunza helzta efnahagsbandalag álfunnar", og svo framvegis. Setur hann Úkraínustríðið í þetta samhengi, enda nota ESB fíklar hvert tækifæri til að koma dýrkun sinni á því á framfæri.

Ég hef stundum í kaldhæðni minni en hálfvegis alvöru daðrað við þá hugmynd að úr því að Íslenzka þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn og aðrir raunverulegir þjóðernisflokkar fá sáralítið fylgi sé eins gott að ganga í ESB og hætta sjálfsblekkingardraumum um sjálfstæði landsins. Þetta hef ég sagt í uppgjöf, þegar mér hefur fundizt skorturinn á þjóðernisstolti og þjóðernishyggju slíkur að eins gott sé að gefast upp og ganga í ESB.

En þvert á marga sem sjá styrk í ESB á þessum tímum finnst mér örvæntingarfull viðbrögð þeirra við Úkraínustríðinu ekki bera vott um afl.

Þeir sem hafa verið að benda á að ESB, Natóríkin og aðrir sem berjast með viðskiptaþvingunum við Rússa séu að skjóta sig í fótinn hafa auðvitað margt til síns máls.

Það er undarlegt að ESB fólkið sé svo draumlynt að það hafi verið að átta sig á alvöru kaldastríðsstaðreyndanna núna fyrst, þegar einræðisherrann í Rússlandi sýnir grimmd sína fyrir alvöru.

Alvara kaldastríðsstaðreyndanna er auðvitað sú að allt tal um lýðræði er hlægilegt þegar til eru kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn. Fyrst þarf að útrýma öllum gereyðingarvopnum, og þá fyrst er hægt að tala um samtakamátt voldugra þjóða gegn einræðisherrum, brjálæðingum og ólýðræðislegum öflum. Á meðan kjarnorkuvopn eru til er alltaf hættan fyrir hendi að þau komist í óvandaðra hendur. Það hefur nú gerzt, Pútín er ekki sá sakleysingi sem óskhyggjufólkið hefur haldið hann vera.

Málflutningur jafnaðarfasistanna kemur allur úr Disneymyndum þar sem hið góða sigrar að lokum, og að þessvegna beri að hleypa vonda úlfinum inn til ömmunnar og leyfa honum að gleypa hana, því það sé hægt að breyta sál hans, eins og gerist í framhaldsþáttunum og bíómyndunum svo oft.

Sigmundur Ernir fullyrðir að ESB sé voldugt friðar og efnahagsbandalag. Ja, ESB sambandið hefur úrkynjað þjóðirnar í Evrópu sem aldrei fyrr, þannig að hún er nú varnarlaus á öllum sviðum, löndin eru fátækari og máttlausari hvert fyrir sig, fólksfækkun og minnkandi frjósemi er afleiðing femínismans sem þar eyðileggur allt, efnahagurinn í ESB er heldur ekki eins glæsilegur og Sigmundur Ernir reynir að telja lesendum trú um. Fyrir utan augljósar kröggur og erfiðleika sumra ríkja í efnahagsmálum, þá má færa fyrir því rök að ef löndin í Evrópu stæðu öll sjálfstæð gætu þau stuðlað að meiri hagvexti ein og sér en ekki bundin á klafa einokunarbandalagsins ESB. Reglufarganið í ESB er allt og alla lifandi að drepa og siðferðisklafinn svo þungur að konur sem hata karlmenn fá völd.

ESB er því löngu, löngu úrelt fyrirbæri, og nú í Úkraínustríðinu fór til fjandans síðasta röksemdin fyrir tilvist þess, að það gæti stuðlað að friði í Evrópu til eilífðar.

Það er ekki lengur friður í Evrópu, og Evrópusambandið er næsta máttlaust í stríðinu við Rússa og Pútín. Sjálf undirstaða Evrópusambandsins er brostin.

Þegar það gerist kemur áróðursdeildin yfirleitt og reynir að halda öðru fram. Sú áróðursdeild er meðal annars í Fréttblaðinu.

Ég þarf ekki að vera vinstriöfgamaður eða gamaldags kommúnisti til að vilja afvopnun gereyðingarvopna. ESB er ágætt fyrirbæri þegar allt annað þrýtur, en sjálfstæði þjóðanna og þjóðríkjastefnan er betri fyrir þá sem hafa trú á mannskepnunni og vilja frelsi og sjálfstæði til að fólk megi sjálft brjótast til valda og áhrifa, koma sér áfram í vel launaða vinnu, eða úr hverskyns hamlandi kringumstæðum.

Íslenzka þjóðfylkingin ætti til dæmis að fá helming atkvæða Íslendinga og Frelsisflokkurinn helming atkvæða. Vinstriflokkarnir ættu ekki að vera til. Inga Sæland og Flokkur fólksins vinna að þeim málum miklu betur, enda er munurinn á vinstriflokkunum og hægriflokkunum sá, að vinstriflokkarnir búa til skuldir og lofa öllu fögru, en hægriflokkarnir eins og Flokkur fólksins framkvæma loforðin og búa til hagvöxt sem vinnur gegn skuldasöfnun.

Ef Íslendingar væru með réttu ráði og ekki dáleiddir, andsettir og ekki með sjálfum sér, myndu þeir kjósa Flokk fólksins, Frelsisflokkinn og Íslenzku þjóðfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn fengi kannski einhver atkvæði, en honum yrði refsað fyrir að hafa verið undanlátur vinstriflokkunum og farið frá upphaflegri stefnu sinni.

Ég hef ennþá þá trú að við munum upplifa þessa framtíð hér á Íslandi eins og annarsstaðar, að gömlu flokkarnir hverfi alveg, sérstaklega vinstriflokkarnir, og að þjóðernisflokkar nái til frambúðar völdum og geri allt betra.

En, það er aðeins hægt að höfða til skynsemi fólks og rökhyggju. Sú aðdáun sem ég hafði á Pútín Rússaforseta og einræðisherra er nú óðum að dvína og þverra, því ofbeldisbeiting hans er veikleikamerki, hann finnur að Vestrið er að éta af hinu mikla Rússlandi, og þetta eru hans viðbrögð. Ef hann hefði reynt þetta 2014 hefði honum kannski tekizt betur til, kannski, kannski ekki. Það er greinilega öflug þjóðernishreyfing í Úkraínu hvort sem það er rétt að nazistar séu þar eða ekki, en öðruvísi myndi þeim ekki ganga svona vel að standast rússnesku stríðsvélina, sem er ógnaröflug.

Úkraínumenn eru sigurvegarar Úkraínustríðsins, hvernig þeim tekst að halda ofureflinu í skefjum. Jafnvel þótt þeir tapi landi sínu endanlega, verður þess lengi minnzt, hvernig þeir börðust hetjulega.


mbl.is Biden og Xi Jinping ræða saman á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við höfum ekki seð það óvænta,en fólk er almennt dofið eftir platið með veiruna,Það heyrir aldrei nema aðra hliðina í ríkisútvarpinnu það er vont.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2022 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 732
  • Frá upphafi: 106926

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband