17.3.2022 | 03:03
Eigum að vera löt (ljóð frá 9. janúar 2022).
Hann sem hún í tómi.
Við verndum það,
en skelfing skríður inn...
hvað ef... það er búið,
og veruleikinn annar.
Þér finnst það aðeins.
Það eru græn grös á þeim völlum,
en grá steinsteypa í þeim sálum,
þessvegna eru þau geimverur,
en ekki mennsk,
og það er augljóst.
Ég vil ekki frægðina lengur,
ég hef hafnað henni,
og ef kvenhatur og karlhatur er þeirra leið
og heimshatur líka...
Við eigum að vera löt,
og gera ekkert.
Hann mun ekki reyna,
því egóistar þurfa sitt ljós,
og munu alltaf sigra
á þeim vígvelli.
Leyfum þeim að skína eða myrkvast og myrkva allt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 62
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 138552
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 442
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.