Forræðishyggja enn, mun hún virka?

Sífellt fleiri þjóðir eru farnar að meðhöndla nikótín og sígarettur sem eiturefni eins og hörð vímuefni. Sérstaklega þó þegar kemur að aðgangi yngri kynslóða að sígarettum og öðru tóbaki. Það er svolítið erfitt að sjá það fyrir að hægt sé að hindra að þeir nái sér í tóbak sem vilja með þessu.

Ég man nú eftir því að fullorðnir voru (og eru sennilega enn) keyptir til að kaupa sígarettur fyrir unglingana. Hvernig verður þetta þá í framtíðinni? Verður helzta gróðalind fólksins á elliheimilunum að kaupa tóbak fyrir yngri kynslóðirnar?

Fáránleikinn í þessu er algjör. Á svo að banna allar matvörur sem eru fitandi, og áfengi nema í vissum tilfellum? Fólk heldur áfram að veikjast og deyja samt, og þá koma bara önnur mengandi efni til sögunnar sem flýta fyrir dauða, eins og kjarnorkuúrgangur, efni eftir efnahernað og sýklahernað, og þannig mætti lengi telja. Þetta er allt svo flókið, og enginn endir á ógnum þeim sem mæta fólki. Sízt í brjáluðum heimi.


mbl.is Danir íhuga kynslóðabann við nikótíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Tóbak er nauðsynlegt við andlega iðkun, þetta vita allir Shamanar og þetta er ástæðan fyrir að Marxistar eru sífellt að djöflakenna reykingar. Eins og við erum að upplifa, er engin andleg vitund meðal fólks lengur og heimssjálfsvíg í fullum gangi. Enda allir gegnsýrðir af efnis-, vald- og félagshyggju. Reykingar geta ekki drepið neinn og hafa aldrei valdið neinum skaða, vísindin vita þetta og þora ekki að viðurkenna það. Öll veikindi sem kennd eru við reykingar, eru ýmist vegna yfirliggjandi eða undirliggjandi hluta sem ávallt eru jaðraðir í umræðum og skýrslum.

Guðjón E. Hreinberg, 16.3.2022 kl. 20:09

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er þér algjörlega sammála um það að (lítil sem) engin vitund er meðal fólks lengur, maður skynjar það, og heimssjálfsvígið á fullu, því miður. Það eru þó örfáir sem vita um þetta bæði hér á landi og annarsstaðar, en samtakamátturinn lítill sem enginn.

Ég reyki ekki sjálfur, en ég skal alveg trúa því að örvun sú sem reykingum fylgi efli andlega hæfileika. En tel ég samt að fólk eigi að reykja í hófi, vegna tjörunnar og vissulega eru í þessu óholl efni. En það segir ekki alla söguna. Við verðum stöðugt fyrir áreitum af efnum og umhverfisgeislun, andlegum og efniskenndum áhrifum, þannig að það er heildarsumman sem skiptir máli, ekki bara einn einstakur þáttur, en þessir hræðilegu jafnaðarfasistar sem halda heiminum í klóm sínum neita að viðurkenna það, og fara með fólk einsog fífl, eða þræla og ambáttir.

Beztu kveðjur, það er vissulega betra að tjá sig stundum, því ég hef trú á að það vinni örlítið á móti skaðvöldunum sem nóg er af.

Ingólfur Sigurðsson, 16.3.2022 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Já, nákvæmlega. :)

Guðjón E. Hreinberg, 16.3.2022 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 111
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 661
  • Frá upphafi: 108392

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband