17.2.2022 | 00:32
Enn vaknar grunur um gagnsleysi bólusetninganna af fréttum RÚV
Í kvöldfréttum RÚV kom það fram (16. febrúar 2022) að óvenjumikið er um veikindi á starfsfólki í hjúkrunargeiranum, og kemur það ofan í önnur vandræði. Í orðunum fólst, þar sem þetta var Covid-19 frétt þar sem talað var um að leyfa covid-19 veikum að sinna sjúklingum, að starfsfólkið væri veikt af Covid-19 í mörgum eða flestum tilfellum, en viðmælandinn tók ekki í mál að þetta veika starfsfólk gæti ekki nýtt sitt veikindaleyfi, skiljanlega. Þórólfur er sízt óumdeildur lengur.
Þar af leiðandi vaknar lítil spurning: Í upphafi faraldursins var þess gætt að heilbrigðisstarfólk spítalanna væri í forgrunni þegar kom að bólusetningum við Covid-19. Margir héldu því fram að þessi bóluefni myndu valda veikindum, er það ekki þarna að rætast? Eða er hægt að búast við því að þessi miklu veikindi sé allt óbólusett starfsfólk, sem þó mun vera í minnihluta starfsfólksins? Þessi veikindi starfsmanna spítalanna eru ekki í samræmi við að faraldurinn er að ganga niður í samfélaginu almennt og hjarðónæmi að nást, með smitum af Omikron gerðinni frekar en bólusetingum, en að vísu þarf að taka með í reikninginn að álag þeirra sem vinna á spítölunum hefur verið gríðarlega mikið, og kemur það einatt niður á heilsunni.
Það vantar hlutlausar rannsóknir um þetta og eitthvað annað en áróður.
Ég er sammála Drífu Snædal um það að ótækt er að hæstu launin hækki en þeir sem eru lægra launaðir þoli kjaraskerðingu í verðbólgunni, og það eru stórir hópar. Eitthvað róttækt þarf að gera til að bæta kjör þeirra sem mest leggja á sig í svona stéttum, og gera gríðarlegt gagn í þjóðfélaginu. Einhvernveginn þarf að koma á réttlæti þannig að bankastjórar og aðrir yfirmenn hirði ekki allan hagnaðinn.
Ég skil röksemdir bæði hægrimanna og vinstrimanna. Ég fer í báðar áttir eftir því sem mér finnst réttlátt og þörf á að leggja áherzlu á.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 132076
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.