Götuframkvæmdir sem skaða sjálfstæð fyrirtæki

Fréttablaðið sagði frá því í nóvember að Ásmundur Helgason og kaffihúsið Grái kötturinn hefðu tapað fyrir borginni í skaðabótamáli uppá 18.5 milljónir, út af götuframkvæmdum sumarið 2019. "Litli maðurinn tapar alltaf", er yfirskrift fréttarinnar, höfð eftir öðrum eigandanum.

 

Þetta er svo sem merkilegt og lýsandi mál, hvernig valdajafnvægið leikur hér aðalhlutverkið. Svo eru allir hinir sem aldrei hafa efni á slíkum málarekstri eða fara ekki útí hann vegna vissu um að fyrirfram sé málið tapað.

 

Varla hefði þessi frétt vakið athygli mína nema vegna þess að ég þekki svona sögu úr mínum uppvexti. Miklar framkvæmdir stóðu yfir á Digranesveginum árin 1992 og 1993, sem síðar varð Digranesheiði, en þetta gerðist áður en Smáralindin varð til og öll nýju hverfin þar í kring. Sú uppbygging átti sér stað næstu árin og eitthvað eftir aldatugamótaárið 2000.

 

Nema hvað, að skipt var um allar lagnir í hverfinu 1992 og 1993, símalagnir, vatnslagnir og raflagnir, og malbikað þar að auki. Afi minn varð fyrir miklu tapi á þessu tíma á verkstæðinu sínu, því viðskiptavinir komust ekki með bílana, svo hann gat aðeins gert við vélar um nokkurra mánaða skeið. Þá varð hann að taka lán sem tók nokkur ár að borga af. Þannig að þessi frétt um Ásmund Helgason og hans fyrirtæki snerti við mér og rifjaði upp þessar minningar.

 

Sjálfstæðisstefnan er því miður ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var. Sú þróun að kommúnismi, samþjöppun, stofnanavæðing og ríkisvæðing eflist óhóflega er ekki bundið við Ísland.

 

Það er samt svolítið þversagnakennt að á meðan höft voru ríkjandi um miðja tuttugustu öldina voru menn sjálfstæðari í eðli sínu, meiri persónuleikar, og (Evrópu)reglurnar höfðu ekki þrengt sér útí hvert horn.

 

Það er góð stjórnsýsla þegar sterkir stjórnmálamenn taka tillit til almennings og samskiptin eru góð þarna á milli. Þannig voru beztu ár Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þegar breiddin var enn meiri og samúðin með lítilmagnanum í þessum flokkum, áherzlan á litlu fyrirtækin ekki síður en þau stóru, og frelsið í sem víðtækastri mynd. Það er pólitískur áróður að segja að ástandið hafi verið endilega verra á Íslandi um miðja síðustu öld en það er núna.

 

Ég vona að Ásmundur Helgason haldi áfram með þetta réttlætismál. Hann er að ryðja brautina fyrir fleiri sem eiga um sárt að binda útaf slíku, og lenda í þessu einnig í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Markús Þórhallsson sagnfræðingur leyfði mér að lesa ritgerð í fyrra, sem ég veit ekki hvort hann hefur gefið út þó mér þyki það líklegt. Þar lýsir hann því hvernig stóð á fyrstu borgaralegu hjónavígslunni á Íslandi - sem var í Vestmannaeyjum (að mig minnir í lok nítjándu). Dró þar fram aðdraganda vígslunnar og hvað fólki á landinu fannst. Minnir að Danska valdið hafi þurft að leyfa þetta. Get ekki flett þessu upp því ég eyddi skjalinu eftir lesturinn, þar sem ég hafði ekki leyfi til að geyma það.

Allavega voru landsmenn flestir á því að nú væri fokið öll skjól og aðeins voðinn framundan.

Það rættist í fyrra. :)

Guðjón E. Hreinberg, 24.12.2021 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 68
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 727
  • Frá upphafi: 107189

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband