Uppruni mannsins á Krít, ekki í Afríku? Ný kenning, áhugaverð.

Fjölmenningarfólk vinstrisinnað held ég að sé nokkuð hrifið af kenningunni um að mannkynið sé upprunnið í Afríku, því sú kenning virðist afsanna grundvöll aríaspekinnar frægu sem gengur útá yfirburði aría, sem fjölmennastir eru í Evrópu.

 

Hinn kunni útvarpsmaður og fræðimaður með meiru, Illugi Jökulsson skrifaði merkilegan pistil í Stundina þann 21. október 2021, "Óvænt uppgötvun setur forsöguna í uppnám: Er uppruni mannsins þá ekki í Afríku?"

 

Í stuttu máli sagt er þar fjallað um vísindakenningu sem gengur út á að Krít gæti verið upphafsstaður mannkynsins, ekki Afríka. Eru þar að vísu nokkrir varnaglar slegnir til að gefa til kynna að ekki séu öll kurl komin til grafar, en nógu mikið kemur þarna fram til að hægt sé að efast um heimsmynd þá sem kynnt hefur verið nokkuð lengi um uppruna mannkynsins í Afríku.

 

Auk þess ber að nefna sköpunarsinnana svonefndu, sem aðallega eru í Ameríku og neita að trúa þróunarkenningu Darwins, en auk þess eru Dänikensinnar fjölmargir, og það er það fólk sem trúir því að mannkynið hafi komið utanfrá, að guðirnir hafi verið geimfarar og séu það enn. Mjög heillandi kenningar, finnst mér.

 

Til eru mun fleiri skýringar á uppruna mannkynsins. Til dæmis að lífið hafi hingað komið með loftsteinum, eða veirum úr geimnum, úr geimgrjóti. Ótrúlega margir trúa að lífið hafi orðið til fyrir tilviljun á okkar jörð, enda hafa raunvísindamenn lengi boðað þá skoðun.

 

Núna er sífellt að verða líklegra að "guðirnir hafi verið geimfarar", því búið er að uppgötva fleiri hnetti sem snúast í kringum sólir, og ekki ólíklegt að við séum ekki ein í alheiminum. Það er eiginlega miklu ólíklegra að við séum ein í alheiminum, ef ekki ómögulegt, eins og mér finnst raunhæfara að komast að orði.

 

Trúarbrögðin segja frá geimförum, og einföld röksemdafærsla Erichs von Däniken stenzt enn tímans tönn, en ekki allar aðrar skýringar, og ekki endilega sú vísindalega, að allt hafi orðið til fyrir tilviljun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Eg hef reyndar fundið gaur á alnetinu sem er með þetta allt á hreinu, og kann að færa skotheld rök fyrir öllu. Svo skotheld, að vinstra liðið er farið að skjálfa illilega.

gaurinn heitir Kent Hovind.

Loncexter, 19.12.2021 kl. 11:34

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Enginn þessara kenningamanna vita hver sannaði Lotukerfið og engin kenning um uppruna mannsins hefur nokkurn tíma verið sönnuð. Tek undir að Däniken er skemmtilegur, bæði bækurnar hans og tölurnar.

Illugi er þægilegur Elítutrúðslúður því sagnfræði hans vísindi og vísindi eru í besta falli grunnhyggin. Skemmtilegur samt, þangað til maður fer að rannsaka sjálfur.

Guðjón E. Hreinberg, 19.12.2021 kl. 11:38

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég get tekið undir þetta. 

Ég hafði gaman af þáttunum hans Illuga Jökulssonar, Frjálsar hendur. Hann er kannski enn með þann þátt. En sá sem þorir ekki út frá vegum Elítunnar verður fljótt leiðigjarn, satt er það.

En geymist svo ekki gleymist. Þegar eitthvað áhugavert korn kemur fram í þessum Elítuvefritum vil ég halda því til haga, þar er eitthvað áhugavert stundum.

Ingólfur Sigurðsson, 20.12.2021 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 141
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 108057

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 596
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 105

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband