Hægri grænir, Miðju fjólubláir?

Örlögin eru einkennileg. Guðmundur Franklín stofnaði Hægri græna fyrir nokkrum árum en komst ekki á þing, komst ekki að sem forseti né inná þing með nýjan flokk í haust. Engu að síður svífur andi fyrsta flokksins hans yfir vötnunum í þessari nýju ríkisstjórn, flokksins sem nefndist Hægri grænir. Guðlaugur Þór, sá mikli frjálshyggjumaður er orðinn umhverfisráðherra og Vinstri grænir gætu kallazt Hægri grænir, ef marka má ramakvein margra fyrrverandi og núverandi kjósenda þess flokks.

 

Þannig að allir flokkarnir þrír gætu sameinazt undir nýju nafni, Miðju fjólubláir, eða hvað?

 

Eitthvað segir mér að örlögin hafi meiri mátt en við mennirnir og séu að tala við okkur, að við þurfum flokk sem heitir Hægri grænir, umhverfisverndarflokk sem ekki hefur verið lagður í rúst af jafnaðarlýðskrumi og vinstrilýðskrumi sem tröllríður háskólum, menntasamfélaginu og menningarsamfélaginu á heimsvísu.

 

Guðmundur Franklín var langbeztur sem innhringjandi og fræðimaður á Útvarpi Sögu í Danmörku. Þá talaði hann frjálslegast um allt mögulegt, þorði að tjá sig möglunarlaust. Sérstaklega fyrir þessar kosningar í haust fannst mér hann vera farinn að draga í land og verða litlaus útgáfa af sjálfum sér. Kannski ekki skrýtið að flokkur hans fékk minna fylgi en hans persónufylgi sem forsetaframbjóðandi.

 

Hvenær ætla stjórnmálamenn að læra að það er ekki vænlegast til vinsælda að gefa afslátt af hugsjónum og baráttumálum, og að það laðar ekki endilega kjósendur að að allir komi með sama boðskapinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 605
  • Frá upphafi: 132936

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband