Mannabreytingar í brúnni á löskuðu skipinu

Ef hægt væri að fjölfalda þessa snillinga af gamla skólanum og koma þeim í öll embætti yrði framför. Annars er eitt merkilegt við þá sem mótmæla að Willum sé orðinn heilbrigðisráðherra. Það eru frekar litlar líkur á því að hann afkalli breytingar Svandísar á fóstureyðingalöggjöfinni. Það styður það sem annar góður bloggari hefur skrifað um, að menningin er hrunin, að eyðileggingar og hryðjuverk framin á öllum sviðum verða ekki tekin til baka fyrr en miklu grunntækari breytingar verða á hugarfari, ekki til hins verra, eins og alþjóðasinnarnir vilja, heldur til góðs, í átt til þess sem virkaði í gegnum aldirnar og hélt öllum á lífi.

 

Nei, í raun og veru býst ég ekki við breytingum á þessu kjörtímabili. Ráðherrarnir eru þarna uppá punt, og Willum er settur þarna í þetta embætti til að smyrja yfir þá óánægju sem ríkir með Svandísi Svavarsdóttur, fóstureyðingarfrumvarpið, klúðrið með kvennaskimanirnar og klúðrið með að efla ekki bráðamóttökuna og spítalana enn meira.

 

Það á að sigla löskuðu skipinu í gegnum brimskaflinn ef hægt er, það er málið. Annars verður fróðlegt að fylgjast með því hvort alþýðan geti fagnað vel unnu verki hjá þessu fólki eftir fjögur ár.

 

Annars virðist mér af ráðherralistanum að þetta sé ekki alveg svo afleitt hjá þeim, að hér sé valinn maður í hverju rúmi. En lengi má manninn reyna, og ég á alveg von á því að sumir ráðherrar valdi sárum vonbrigðum en einhverjir reynist skárri en talið var.


mbl.is Willum verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 103431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband