Hlutdrægur, ekki hlutlægur forseti Guðni, og hans ræður

"Frelsi til að sýkja aðra er rangsnúinn réttur" sagði Guðni forseti við setningu Alþingis. Ef Kristján Eldjárn hefði haldið ræðu við þetta tilefni og verið á lífi hefði hann sennilega sneitt framhjá deiluefnum nútímans, hann var þekktur og elskaður fyrir hlutleysi sitt í stjórnmálum. Orð Guðna forseta eru heldur til vinstri en hægri og því stuðningur við alla sem segja hann kostaðan af vinstriflokkunum.

 

Á Hringbrautarvefnum er hann sagður "jarða samsæringakenningasmiði" með þessum orðum. Sumir hér á blogginu og víðar hafa sagt að kenningin sem Guðni aðhyllist sé einmitt samsæriskenning, að þessi svonefnda veira sé sökudólgur þessara dauðsfalla. Er hann þá að jarða sjálfan sig? Þá á ég við þá sem segja að veiran hafi ekki verið einangruð og fullskýrð og að tilvist hennar sé skáldskapur, samsæriskenning og allt sé það málum blandið.

 

Nýlega var það haft eftir Kára Stefánssyni að yfirvöld ættu að fara að íhuga að neyða alla í sprautu, þótt komnir væru með mótefni betra en sprauturnar veita, af náttúrulegum orsökum, eftir að hafa gengið í gegnum veikindin. Þar er hann vafalaust að lepja upp skipanir Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem búið er að lýsa hvernig er mönnuð af fólki með tengsl við lyfjafyrirtækin að allmiklu leyti, spillingu þar með, segja margir.

 

Í athugasemdum um þetta á vefnum má lesa um það hvernig andstæðingar bólusetninga lýsa því hvernig til dæmis víða í Afríku hefur verið lítið um dauðsföll af völdum faraldursins, en einnig miklu minna bólusett en annarsstaðar.

 

Í Japan er veiran að hverfa nú um stundir og Ituro Inoue sérfræðingur í erfðarannsóknum telur að veiran sé orðin úrkynjuð og það sé ástæðan, að slíkt sé óhjákvæmilegt.

 

Þeir sem styðja Alþjóðaheilbrigðisstofnunina og bólusetningar reddi öllu segja að grímunotkun og sprauturnar séu ástæðan. Sérfræðingurinn er ekki sammála því.

 

Andstæðingar bóluefna undir fréttinni segja að Ivermectin sé ástæðan, að talsvert mikið hafi verið gefið af því lyfi í Japan, og eins á Indlandi þar sem þetta lyf snarfækkaði smitum og dauðsföllum út af veirunni.

 

Pfizer vill 50 ára leynd yfir samningi sem heimilaði neyðarleyfi og að ekkert annað lyf yrði notað sem virkar. Þetta er orðið viðkvæmt mál.

 

Það er óábyrg afstaða og einföld að hafa ofurtrú á bóluefnunum. Guðni forseti ætti að vita betur og vera hlutlausari.

 

Af hverju fá ekki Vesturlönd Ivermectin? Er þar einhver myrk ástæða á bakvið?

 

Önnur frétt í DV þessu tengd. Lyfjafyrirtækin græða 130.000 ÍSLENZKAR KRÓNUR Á SEKÚNDU á þessu ári á faraldrinum!!!

 

Þessi fyrirsögn er einföldun, eins og kemur fram í fréttinni sjálfri, því hagnaður af öðrum lyfjum er inni í þessum tölum líka, en samt er gróðinn ógurlegur, og næstum allir í athugasemdum ósáttir við það, og tala um svona einkaleyfi og einkokun sem hið versta mál.

 

Að lokum til að hrekja Guðna forseta og Kára Stefánsson, þetta er ekki svo einfalt að sprautur jafngildi ónæmi. Það vita það allir núorðið að fólk greinir á um þetta, hvort sprauturnar veiti almennilega vörn, að minnsta kosti veikjast og smitast þeir bólusettu einnig. En því er haldið fram að síðasti skammturinn muni duga, hvað sem kemur í ljós síðar.

 

Sumir hér á blogginu hafa haldið því fram að betra ónæmi myndist þegar fólk myndar náttúrulegt ónæmi og veikist. Að taka þann rétt af fólki að takast á við þessa hættu þannig er fyrir neðan allar hellur. Auk þess sem sú hætta er fyrir hendi að afleiðingar bóluefnanna komi fram miklu seinna, og þá er forkastanlegt að bólusetja nokkra þjóð 100% með bólusetningarskyldu. Sem betur fer hafa íslenzk stjórnvöld EKKi verið á þeirri línu.

 

Svo verð ég að hrósa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í lokin. Hún sagði HVORT TVEGGJA í kvöldfréttunum (á Stöð 2 frekar en RÚV), enda Íslenzkufræðingur, frábært hjá henni, að endurvekja þetta orðasamband sem hefur aðeins verið að láta undan síga á síðustu 10 árum eða svo, of mikið er um orðið bæði þar sem það á ekki við, eða síður. Vonandi að sem flestir rifji þetta upp, fjölbreytilegra og vandaðra móðurmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvaða orð notum við fyrir "cult" á Íslensku?

Guðjón E. Hreinberg, 24.11.2021 kl. 01:42

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þekki meistara Megas og mér er allsendis ómögulegt að fá hann til að hætta að nota slettur. Hann hefur sannfært mig um það að sletturnar séu góðar í hófi ef maður kann á þær. 

 

Költ er stutt og snjallt orð, en það þýðir auðvitað sértrúarsöfnuður, menningarkimi eða klíka. Það sem mér finnst slæmt er þegar allir nota eitt slanguryrði og þekkja ekkert annað. Menningarkimi er mitt uppáhaldsorð yfir költ, en eiginlega nær ekkert orð yfir þetta nógu vel nema slangurorðið költ.

 

Annars ætti Bragi Valdimar að lýsa eftir nýyrði fyrir þetta í sínum þáttum á föstudögum. Þegar fjölmargar tillögur koma geta spekingarnir valið um þær.

 

Ég get sætt mig við költ í bili, en það er hægt að gera betur. Við látum þetta liggja í loftinu og fleiri koma með tillögur.

Ingólfur Sigurðsson, 24.11.2021 kl. 14:41

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þessi pistill þinn Ingólfur er réttmæt gagnrýni á forsetann .

Rökstuðningurinn í eftirfarandi málsgrein þinni er allt sem segja þarf:

Sumir hér á blogginu hafa haldið því fram að betra ónæmi myndist þegar fólk myndar náttúrulegt ónæmi og veikist. Að taka þann rétt af fólki að takast á við þessa hættu þannig er fyrir neðan allar hellur. Auk þess sem sú hætta er fyrir hendi að afleiðingar bóluefnanna komi fram miklu seinna, og þá er forkastanlegt að bólusetja nokkra þjóð 100% með bólusetningarskyldu. Sem betur fer hafa íslenzk stjórnvöld EKKi verið á þeirri línu.

Því má bæta við að um þetta náttúrulega ónæmi, sem þú nefnir og sem aðeins óbólusett fólk getur myndað (eftir smit af Covid), er ekki ágreiningur meðal sérfræðinga að það sé miklu sterkara og varanlegra ónæmi en það sem bóluefnin eru fær um að mynda.  Reynslan sýnir þetta líka svart á hvítu.

Þannig stuðlar óbólusett bólk sem fær Covit að svonefndu hjarðónæmi sem bólusettu fólki virðist ófært að stuðla að.

Daníel Sigurðsson, 24.11.2021 kl. 21:18

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Talandi um íslensku þá geturðu ekki verið hlutlausari því hlutlaus er ekki lýsingarorð. Annað hvort ertu hlutlaus eða hlutdrægur. Guðni varð hlutdrægur með þessu orðum. Ólafur fjallaði oft um pólitísk mál í sinni forsetatíð en honu tókst að gera það á hlutlægan hátt, þe. hann tók ekki beina afstöðu en sagði frá málum.

Rúnar Már Bragason, 24.11.2021 kl. 23:23

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þakka ykkur innlitið og athugasemdirnar. 

Ingólfur Sigurðsson, 24.11.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 107156

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband