Hvernig verður næsta ríkisstjórn?

Miklar líkur eru á að svona verði næsta ríkisstjórn: Vinstri grænir, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar. Ef Sósíalistar og Flokkur fólksins fá góða kosningu gæti annar flokkurinn orðið sjötta hjólið undir vagninum, eða komið í stað þessara fimm fyrstu.

 

Allt virðist benda til þess að ólukkan elti Sigmund Davíð og Miðflokkinn að þessu sinni. Nema hið ólíklega gerist að vonarstjarna hans byrji að rísa og skína að nýju, sem væri auðvitað ákjósanlegt, því hann er að mörgu leyti rödd skynseminnar í pólitíkinni eins og svo oft áður, en fæstir virðast skilja það og sjá á þessum erfiðu eftirkófstímum.

 

Jafnvel þótt Guðmundur Franklín og Lýðræðisflokkurinn fái lítið fylgi gæti hann átt framtíð í íslenzkum stjórnmálum, enda rödd skynseminnar og ábyrgrar stjórnsýslu, miðað við ágætar ræður hans.

 

Síðan eru yfirgnæfandi líkur á að svona fimm flokka vinstristjórn vinstriflokkanna og miðjuflokkanna springi eftir hálft eða eitt ár og Sjálfstæðisflokkurinn komi inn, verði samþykktur af Samfylkingu og Pírötum af einhverjum ástæðum, og komi í stað tveggja flokka. Það gæti þá orðið fjögurra flokka stjórn eða þriggja flokka.

 

Það sem mælir á móti þessu er andstaða margra harðlínukomma gegn Sjálfstæðisflokknum. Það sem mælir með þessu er reynslan og það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur langmesta reynslu af því að stjórna landinu farsællega án vendinga og vandræða þrátt fyrir allt.

 

Hið ólíklegasta getur gerzt og þessi atburðarás er trúleg miðað við það sem kemur fram í skoðanakönnunum. Skyndilega er þessi kosningabarátta orðin spennandi, nú þegar líkur eru á að stjórnin sé fallin, sem nú situr.

 

Kosninganóttin gæti sýnt hvort stjórnin er fallin eða ekki. Vissulega eru frekar líkur á stöðugri stjórn ef þessi stjórn endurnýjar umboð sitt sem nú situr við völd, frekar finnst manni sambræðingur fimm vinstriflokka og miðjuflokka lítt traustvekjandi eða á vetur setjandi, en það er aldrei að vita svo sem, það gæti samt gerzt.

 

Hrein hægristjórn virðist ekki í kortunum núna. Til þess yrðu Miðflokkur, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur allir að koma sterkir inn, sem ekki lítur út fyrir að sé núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 107251

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 458
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband