24.8.2021 | 21:06
Hægrimannamótmæli:Næstum allir handteknir en vinstrimannamótmæli: Enginn handtekinn.
Áður en menn fullyrða að andstæðingar bólusetninga fari með fleipur og að ekkert sé hæft í ásökunum um fasíska tilburði stjórnvalda er rétt að bera saman mótmæli hægrimanna og vinstrimanna og hvort nokkuð sé hæft í því að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í marxískri skoðunarkúgunarstjórn á þessu kjörtímabili með furðuflokknum VG og Framsókn.
Eins og svo oft áður voru það örfá orð í fréttum sem vöktu áhuga minn og hvöttu mig til að skrifa um þetta lítinn pistil. Margt er gott á Hringbraut og í fréttaþættinum þeirra í kvöld var fjallað um tíðindi dagsins, hvernig maðurinn var leiddur í lögreglubíl sem mótmælti við Laugardalshöll. Fréttakonan rifjaði upp hvernig konan sem mótmælti fyrir framan Orkuhúsið á Suðurlandsbraut var handtekin fyrir mótmælin í lok júlí, í síðasta mánuði. Var þetta orðað á þann veg að "hann hafi þó ekki verið handtekinn" eða eitthvað slíkt, eins og það væri sjálfsagt mál.
Sumir brosa að þeim sem fullyrða að hér sitji við völd marxísk ómenningarstjórn, svínbrjótandi mannréttindi á fólki sí og æ. En hvað kemur í ljós?
Mér datt í hug við þessar fréttir að svo virðist vera sem næstum 100% handtökuhlutfall sé um að ræða, ef aðeins tveir aðilar mótmæltu og voru handteknir, einn í hvort skipti, eða kallað á lögreglu í bæði skiptin. Reyndar voru örlítið fleiri sem mótmæltu en einn í senn, en samt er rétt að vekja athygli á þessu.
Ég fór að hugleiða þetta frá mannréttindasjónarmiði. Er það ekki miklu grófara mannréttindabrot að kalla á lögreglu þegar fáir eru að mótmæla en þegar margir eru að mótmæla eins og hjá kommunum? Þar getur fólk fengið stuðning af fjöldanum.
Því miður lítur þetta ekki of vel út frá hlutleysissjónarmiði stjórnvalda. Hversu oft hafa No Borders eða svipaðir harðlínuvinstrisinnaðir skæruliðarnir fjölmennt við Austurvöll eða annarsstaðar? Ekki man ég mikið eftir fréttum um handtökur frá þeim fjölmennu mótmælum.
Nei, þetta þarf að útskýra betur og ræða um útfrá hlutleysissjónarmiði, hvort þetta fólk hafi ekki fullan rétt á að mótmæla án þess að vera kallað ónöfnum eða lögreglan kölluð til aðstoðar.
Hvenær var vikið útfrá hlutleysislínunni? Gott er að vita að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu næst samkvæmt skoðanakönnunum, til að lýðræði haldist virkt, en þá ættu þingmenn hans að standa í lappirnar.
Munum þurfa nýtt bóluefni á 1 til 3 ára fresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 196
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.