Kaþólsk siðfræði Bob Moran bókanna

Ég hef minnzt á Bob Moran bækurnar í fyrri grein. Ég hef gert mér grein fyrir því að þær eru vantmetnar þessar bækur í bókmenntalegu tilliti. Belgískri rithöfundurinn Georges Simenon sem í fyrstu þótti skrifa léttvæga reyfara var endurmetinn og bækurnar hans um lögreglumanninn Maigret. Eins og Henri Vernes var hann afkastamikill, skrifaði meira en 200 skáldsögur, enda sagðist hann stundum skrifa 80 blaðsíður á dag.

 

Ekki veit ég til þess að stuttar spennusögur Henri Vernes hafi verið endurmetnar á þann sama hátt, en mér finnst þær eiga það skilið og höfundurinn. Að bera sögurnar um Bob Moran saman við reyfarana um Morgan Kane eða slíkar afþreyingarbækur er ekki alveg réttlátt, því munur er á þessum spennusagnaseríum.

 

Morgan Kane fjallar um alkahólista og fjöldamorðinga í villta vestrinu, sem starfar yfirleitt innan ramma laganna, en er þó siðblindur fjöldamorðingi, eða að öðrum kosti samankrypplaður persónuleiki staddur í mikilli sálarkrísu. Sögurnar um hann er klisjubókmenntir um kvennabósa, byssumann og fyllibyttu, eins klisjukenndar og vera má. Þær eru afþreying en víkja ekki útfrá alþekkri klisju um svona manntegund, og eru ekki vel séðar af harðlínufemínistum nútímans.

 

Bob Moran er á hinn bóginn harðkaþólskur Frakki um miðja 20. öldina sem bjargast eins og fyrir kraftaverk úr lífshættulegum kringumstæðum, ósérhlífinn og hugrakkur með eindæmum, sterkur líkamlega en ekki síður siðferðilega.

 

Bob Moran bækurnar voru álitnar unglingabækur á sínum tíma, markaðssettar sem drengjabækur. Það er vegna þess að þær eru skrifaðar sem spennusögur með siðferðislegum gildum, en formúlukenndar, ekki með sterkri persónusköpun en allt lagt upp úr lifandi og hraðri atburðarás. Auk þess er í bókunum algjörlega sneytt fram hjá kynlífi, en ekki léttri erótík og rómantík af léttara taginu. Þær eru einnig fullar af léttu gríni og því tilvaldar fyrir unglinga.

 

Eins og annað lentu þessar bækur í hakkavél femínista á sínum tíma, sem hakkar niður allt sem ekki er samkvæmt þeirra miskunnarlausu stöðlum. Voru bækurnar dæmdar sem feðraveldisboðskapur og því ekki æskilegur fyrir femíníska drengi nútímans, en bækurnar eru þó enn nokkuð vinsælar í heimalandinu, Frakklandi og Belgíu.

 

Persónulega þá finn ég kristna trú eins og ég vil hafa hana í þessum bókum, eða það göfugasta við kristna trú, það er að segja fórnfýsi, umburðarlyndi, náungakærleika, hugrekki og óeigingirni.

 

Bob Dylan bækurnar hafa helzt verið gagnrýndar af femínistum fyrir kvenpersónurnar sem í bókunum eru, því þær eru ekki karlmannlegar heldur kvenlegar, samkvæmt klassísku hefðinni. Reyndar eins og ég hef sagt er engin sterk persónusköpun í þessum bókum, þetta eru allt týpur meira og minna, en samt örlar á flóknari tilfinningum hjá aðalhetjunum, Bob Moran, Bill Ballantine, og aðalskúrknum, herra Ming.

 

Mér finnst algjör óþarfi að allar nýjar bækur sem koma út þurfi að lýsa sama pólitíska rétttrúnaðinum. Af hverju ekki að leyfa börnum að lesa svona bækur og kynnast dyggðum eins og þær voru taldar í gegnum aldirnar, góðmennsku hjá konum en hetjulund hjá körlum?

 

Bob Moran bækurnar hafa jafnvel fengið skítaustur frá femínistum fyrir að vera rasískar, vegna þess að herra Ming er af austurlenzkum ættum, Mongóli. Sú gagnrýni er reyndar ekki á rökum reist, því frænka hans, Tanja Orloff sem einnig er austurlenzk, hjálpar Bob Moran einatt þegar hættan er mest, og sérlega fallegt og rómantískt en platónskt samband á milli þeirra, sem þurrkar út allan róg um kynþáttahyggju eða kynþáttahatur í þessum bókum.

 

Nei, sannleikurinn er sá að Henri Vernes notaði þann almannaróm sem var hávær í hans samtíma um miðbik 20. aldarinnar um að austurlandabúar væru tæknivæddari en aðrir og væru að stefna að heimsyfirráðum ljóst og leynt, herra Ming er holdgervingur þessa almannaróms frá þessum tíma.

 

Í raun byggjast Bob Moran á trúnni á kraftaverk og þær eru því rammkristilegar, nema sá boðskapur er aðeins sagður orðalaust, með söguþræðunum en ekki predikunum.

 

Munurinn á Bob Moran og bófunum er þessi: Hann er mennskur maður, sterkur, kann austurlenzkar bardagaíþróttir, en mennskur og dauðlegur maður engu að síður.

 

Andstæðingar hans nýta sér tæknina einatt og eru sumir vélar eða galdramenn, yfirnáttúrulegir. Bob Moran leggur því alltaf útí vonlaus stríð en sigrar samt alltaf að lokum. Hann bjargast eins og fyrir kraftaverk. Þetta er eitt af því sem andstæðingum bókanna líkar ekki, þær eru ekki nógu raunsæjar fyrir þeirra smekk.

 

En við öll getum séð okkur í Bob Moran í daglega lífinu. Oft finnst okkur eitthvað yfirþyrmandi og óþolandi. Trúin og vonin heldur okkur gangandi, ekki endilega kaþólsk trú en bara einhver trú.

 

Eitt helzta grunnstefið í Bob Moran bókunum er að hann gerir þetta allt af fórnfýsi og óeigingirni. Hann þiggur ekki peninga eða verðlaun nema tilneyddur. Ríkisstjórnir heimskra manna biðja hann um hjálp, og ófús hjálpar hann því honum er sagt að enginn annar geti það. Einatt hjálpar hann stúlkum og konum í neyð. Það er kallað karlrembueinkenni á bókunum, en höfundurinn kallar hann líka síðasta riddarann.

 

Þessvegna eru þessar bækur í hefð riddarasagnanna fornu, í hákristilegri bókmenntahefð.

 

Trúboð af þessu tagi er ekki beint trúboð heldur siðfræðiboð. Ekki er minnzt á dýrðlinga nema einstaka sinnum og heldur ekki kristileg fyrirbæri, en allt er það ónefnt í bakgrunninum og rétt svo hægt að skynja það með þægilegum hætti, eitthvað sjálfsagt og óbreytanlegt sem hægt er að treysta á.

 

Þessar bækur boða í raun trúna á góðmennskuna frekar en einhver ákveðin trúarbrögð. Það er góður boðskapur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ming var alltaf rip-off af Fu Manchu.  Munurinn lá í Star-Trek tækninni sem Ming hafði aðgang að, þetta var eins og galdrar.  Fu Manchu var í samanburðinum raunsæ persóna.  Hann var farinn að geta flutt hugann á milli líkama þarna undir lokin, og ég veit ekki hvað og hvað.

Mjög spes.

Svo þetta var alltaf eins og James Bond væri að eiga við einhvern karakter úr Ghost in the Shell þáttunum.  Og uppvakninga.  Gott stöff ef maður er 12 ára.

Það eru til teiknimyndaþættir um Bob Moran.  Á Youtube.  Á frönsku, minnir mig.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2021 kl. 14:41

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, það er rétt. Fu-Manchu var það sem gleymdist í mínu spjalli. Við sem erum miðaldra núna - og eldri, sækjum í þennan sama brunn að hafa lesið þessar bókmenntir. 

Teiknimyndirnar eru ekki eins góðar, finnst mér. Þar eru þessar stöðluðu hreyfingar, raddir og útlit, sem minnir of mikið á bandarískan iðnað. Bækurnar eru betri fyrir ímyndunaraflið. En rétt er það, Fu-Manchu var fyrirmyndin að herra Ming. Herra Ming er bara flóknari og meiri persóna, og þar verða Bob Moran bækurnar alger fantasía, sem kannski er ekki svo slæmt. Ég er aðdáandi þeirra bóka enn.

Ingólfur Sigurðsson, 23.8.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 142
  • Sl. sólarhring: 180
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 127147

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband