Tveir menn sem höfðu áhrif á mig fallnir frá, Styrmir Gunnarsson og Henri Vernes í Belgíu.

Þótt ég hafi ekki þekkt Styrmi Gunnarsson finnst mér rétt að votta honum virðingu með fáeinum minningarorðum þar sem hann átti sinn þátt í því að ég varð zetu-maður, eftir að zetan var afnumin.

Stafsetning finnst mér fagurfræðilegt atriði og uppbygging málgreina einnig. Rétt eins og Megas lýsti því í viðtölum að hann hafi lært tónfræði vegna fagurfræðilegrar uppbyggingar nótnanna og tákngildi þeirra í raunheimum sem tónlist, þá bað ég mér fróðari menn að kenna mér zeturegluna þótt hún hafi ekki verið kennd í mínum barnaskóla.

 

Amma mín kunni ættfræði býsna vel og mér var sagt frá því að konan hans Styrmis væri skyld afa og okkur börnum og barnabörnunum, en ekki henni sjálfri. Hún var dóttir Finnboga Rúts fyrrverandi bæjarstjóra, en þeir afi voru talsvert skyldir frá ættum að norðan, amma hans var systir held ég ömmu Finnboga eða eitthvað álíka.

 

Morgunblaðið á mínu æskuheimili hefur sennilega haft mest áhrif á mig í þessum efnum, að ég fór að unna zetunni. Þar voru fyrirsagnir og greinar inni í blaðinu með zetu.

Enyd Blyton í þýddum bókum og Bob Moran höfðu einnig mikil áhrif á mig í þessa átt, að finnast zetan nauðsynlegur bókstafur.

Ég fór að velta þessu fyrir mér hvers vegna zetan var í sumum bókum sem ég las sem krakki en ekki öllum. Þá var mér sagt að hún hafi verið afnumin þegar ég var þriggja ára, en það mætti ennþá nota hana ef maður gerði það smekklega og rétt, það væri ekki talin villa heldur sérvizka. Reyndar lærði ég ekki zeturegluna fullkomlega fyrren ég var kominn yfir tvítugt, en þá gerði ég það líka almennilega.

 

Einnig fékk ég áhuga á öðrum stöfum, eins og c, x og w og lærði hvar þeir gætu verið notaðir í íslenzkum orðum. Málfræðileg rök eru fyrir því að skrifa whert ertu að fara? eða wert ertu að fara?, w = hv. (Svipað og í enskunni). Einnig eru önnur málfræðileg rök sem mæla með því að skrifa wt = út, en í málsögulegu samhengi var w stundum notað sem tvö u, sama sem stafurinn ú.

 

C stafurinn er nú frekar ruglingslegur og veit ég ekki hvort mikið græddist á því að taka hann aftur upp, og þá í tökuorðum, eða í orðum eins og "ecktert" = ekkert, í staðinn fyrir tvö k, eins og í sænskunni.

 

Q mætti nota í staðinn fyrir hv eða kv, qörn = kvörn, quert = hvert. Þannig var stafurinn notaður áður. Svo mætti nota stafinn á annan hátt einnig.

 

Heiðursmaðurinn Magnús Jochumsson þýddi Bob Moran bækurnar frábærlega, en hann lézt 1973, þá orðinn háaldraður, og hafa Íslendingar mikið misst að hafa ekki fengið fleiri Bob Moran bækur þýddar svona frábærlega, með zetu meira að segja.

 

Það eru svo sem ýmsar ástæður fyrir að ég skrifa þennan pistil til að minnast manna sem hafa haft áhrif á mig í æsku minni. Höfundur Bob Moran bókanna lézt einmitt í sumar, hinn belgíski Henri Vernes, þann 25. júlí síðastliðinn, þá orðinn 102 ára. Eftir hann liggja fleiri en 200 snilldarlegar Bob Moran bækur og fæstar af þeim hafa komið út á íslenzku ennþá.

 

Einnig vil ég halda því á lofti að bækur Enyd Blyton eru góð lesning fyrir börn þrátt fyrir þá gagnrýni sem þær hafa fengið, sérstaklega í góðri þýðingu með zetunni eins og fyrstu útgáfurnar voru. Þannig ættu þær að vera enn gefnar út, holl lesning öllum börnum.

 

Vona ég að Heimssýn dafni og blómgist þrátt fyrir fráfall Styrmis Gunnarssonar. Er ég sammála þeirra áherzlum eiginlega, þótt ég sé stundum efagjarn og telji Evrópusambandið freistandi kost stundum, því maður er í misjöfnu skapi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 621
  • Frá upphafi: 132074

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband