22.7.2021 | 05:30
Að leggja á sig vegferðina (ljóð)
Það birtust mér hugtök
sem höfðu skipt um andlit.
Ljósgrænum fingrum hins afmyndaða draums
og við gengum inní myrkrið,
hver stafur markverð bót,
en dýrð, vald, virðing
liggur í skítnum dautt allt.
Afrek hetjanna skráð í stjörnurnar,
vona það á meðan rykið þyrlast upp.
Friður sá er ágætur,
eins og bernskan komi aftur
og ágætir fortíðarinnar dagar,
en sama tóm hvílir yfir hans og hennar móður
og restinni af samfélaginu.
Hvar er þeirra réttlæti?
Dýragarðurinn
sem var færður niður á þennan stað...
Trjáguð úr mylsnu og stígur hins þrönga mans...
en eins og einhver hafi kannazt við brosandi skepnur hamingjunnar,
og það lýkst upp fyrir þér:
Þú hefur verið einhversstaðar áður.
Mánasól úr myrkri,
að komast í gegnum það er eilífð.
Staðurinn er ekki aðeins einum skjól
heldur kynslóð sem týndi sér.
Opnar eru dyrnar að eilífðinni
og ástin til staðar,
en fyrst er að leggja á sig vegferðina
og byggja upp.
23. október 2017.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 738
- Frá upphafi: 127434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 529
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.