Franska byltingin á ný?

Þær eru áhugaverðar skoðanir Láru Ómarsdóttir á Metoomálinu nýja. Ég er að vísa í svar hennar við grein Jakobs Grétarssonar á Vísi og DV. Hún kemur með nýjan vinkil sem ég hef velt fyrir mér sjálfur. Hún segir að "fólk hafi alltaf hvíslazt á og rifizt í kaffiboðum og sum fyrirtæki og fólk hafi tekið afstöðu strax."

Kjaftagangur um kynlíf náungans var vissulega alltaf til staðar og eitt aðaláhugamálið milli kjaftakerlinga og allskonar fólks, það er rétt hjá henni. En að fyrirtæki og fólk hafi tekið afstöðu gegn einstaklingum og öðrum fyrirtækjum er ekki alveg víst. Eitthvað örlítið á bakvið tjöldin mögulega, en þá fór það ekki hátt.

Hún fullyrðir:"Það er ekki til neinn eiginlegur dómstóll götunnar". Strangt til tekið er hann ekki opinberlega til og skráður sem fyrirtæki eða fyrirbæri, en allir vita af honum og að hann er til.

Það er sem sagt svo sannarlega til "óeiginlegur dómstóll götunnar" en hann er bara alveg eins raunverulegur og Hæstiréttur, til dæmis, og afleiðingar hans að minnsta kosti sambærilegar. Lára segir því rétt og satt frá en lætur í það skína að málin séu einfaldari en þau eru. Auðvitað veit hún betur. Mér fyndist það konum meira til sóma að þær væru málefnalegri, ekki alltaf að styðja sitt kyn.

Svo segir hún:"Fólk hefur alltaf byggt á tilfinningum sínum og skoðunum á öðru fólki og dæmt það". Enn er hér hálfsannleikur á ferðinni og skautað fram hjá sumum atriðum.

Þetta er alveg satt og rétt hjá henni, nema hvað fjölmiðlar eru skoðanamyndandi og hún minnist ekki á það að til er fyrirbæri sem heitir múgæsing og múgsefjun, þegar fólk hefur ekki áhuga á sannleikanum heldur að þóknast einhverjum öflum í samfélaginu, hópi manna sem hefur tak á öðrum, og eru femínistar í þessu tilfelli.

Hún minnist ekki á það að fyrir 20 - 50 árum og þar á undan var almenningsálitið andsnúið svona uppreisnargjörnum konum en hlynnt frelsi karlanna til að gera það sem þeim sýndist, fyrir utan örfáar konur sem "hvíslaðist á og rifust í kaffiboðum" eins og hún orðar það. Slíkt fólk hafði engin eiginleg völd. Það viðraði óánægju sína í þröngum hópum en það náði ekki lengra.

Því miður er þetta dapurleg tilraun til að endurskrifa söguna, og ekki einsdæmi.

Annars er ég alveg sammála henni með það að femínisminn hefur alltaf verið til, hann hefur bara haft mismikið vægi og yfirleitt næstum ekkert vægi. Það sem er breytt núna er að hann er hrópaður á torgum en ekki úthrópaður sem nöldur og rugl.

Lára gerir þó tilraun til að koma með málefnaleg rök sem eru svaraverð, sem er meira en hægt er að segja um suma.

Svo skrifar hún:"Það eina sem hefur breyzt er að nú heyrast raddirnar víðar og fleiri raddir heyrast í einu en áður."

Nei, það er ekki það eina. Hystería er rétt orð yfir svona Metoofyrirbæri, og kannski líka kófæsinguna. Þegar allir gagga eins og hænur út af einhverju sem ekki er búið að sanna og æsa sig þá er eitthvað óeðlilegt á seyði, og þá er hægt að taka undir með Guðjóni Hreinberg að fólk sé andsetið.

Hún segir að hugtakið "dómstóll götunnar" sé notað til að gera lítið úr skoðunum fólks sem það eigi fullan rétt á að hafa." Ég held að málið sé frekar að fólk geri lítið úr fyrirbærinu "dómstóll götunnar", að slíkt eigi ekki rétt á sér á meðan fólk er í fullu starfi að vinna við þessi mál og greina á milli hvað er satt og hvað er logið, dómskerfið allt.

Síðasta tilvitnunin í hana er:""Saklaus unz sekt er sönnuð" er réttarfarslegt fyrirbæri, ekki eitthvað sem í alvörunni sannar sakleysi einhvers eða breytir á einhvern hátt því sem fólk trúir eða hefur skoðun á."

Já, þetta er réttarfarslegt fyrirbæri, en tilvitnunin er notuð til að gera óheflaða umræðu æsingafólks málefnalegri, til að benda á reglur sem farið er eftir til að villimennskan ríki ekki. Þannig að tilvitnunin er tilraun til að "breyta því sem fólk trúir eða hefur skoðun á", og hún ætti að breyta því, á meðan við trúum því að villimennskan sé réttarkerfinu óæðri.

Jú, og þetta réttarfarslega fyrirbæri getur breytt því sem "fólk trúir á eða hefur skoðun á" með því að sanna það eða afsanna, af því að um er að ræða grunnreglu sem myndi gera margt lítils virði sem farið er eftir ef ekki væri til staðar.

Ég skil ekki hvað fólk ætti að græða á því að vera með ranghugmyndir og rangtúlkanir í þessu máli.

Lára Ómarsdóttir fer nálægt öllum sannleikanum, en sneiðir samt alveg hjá honum nema þegar málstaðnum hentar.

Vandamálið er það að þennan dómstól götunnar þarf að leggja af og kenna fólki að hafa sig hægt til að þetta sé siðað þjóðfélag en ekki villimannanýlenda.

Ég tek þau rök ekki gild að dómstólar séu allir ónýtir eins og haldið er fram. Þar er á ferðinni stríðsæsingaboðskapur heilaþveginna kvenna sem allar hafa gengið í sama kynjafræðiskólann og stórskemmzt á honum andlega, því miður.

Sannleikurinn er sá að dómstólarnir hafa verið að færast nær dómstóli götunnar stöðugt síðastliðin 20-30 ár, og kannski enn lengur. Hvað vilja þessir femínistar? Er þeirra æðsti draumur að leyfilegt verði að hengja á torgum úti "næsta" og "næsta" í þessari goggunarröð sem nú gengur yfir manna sem kannski eru glæpamenn og kannski ekki? Eða vilja þessir femínistar fá leyfi til að byggja gapastokk á Austurvelli til að sýna fram á það svart á hvítu hver ræður? Franska byltingin í allri sinni dýrð!

Allt þetta Metoomál er stútfullt af viðbjóðslegum rökvillum og falsi, þannig að manni býður við því. Endalaust er troðið kjaftæði uppí fólk og á forsendum hræðslunnar við almenningsálitið um að vera gamaldags karlremba á fólk að þegja og samþykkja, segja já og amen! Það eru bara kúgunartilburðir femínistanna og ekkert annað!

Ein algengasta rökvillan í þessu Metoorugli er sú staðhæfing að karlar virði ekki konur, sem sakaðir eru um þetta. Það er ekki svarthvítt með virðingu eða ekki og fleiri blæbrigði eru á því en á milli kynjanna, milli einstaklinganna er miklu réttara að tala um slíkt. En konur virða enn síður karlmenn í þessu hatursandrúmslofti kynjanna, þannig að hver byrjaði á þessu hatursstríði, femínistar eða karlrembur?

Önnur óþolandi rökvilla er þegar þessir sem eru sakaðir um hitt og þetta eru sagðir þurfa að sýna auðmýkt. Finnst auðmýkt í femínistunum? Vottur af henni? Hver skilur ekki að þetta snýst um völd frekar en réttlæti, afbrot eða sannleikann? Afbrot eru afbrot, ekki dylgjur. Þegar dómstólar hafa dæmt skulum við vona að réttlæti sé komið á, sannleikurinn fundinn og afbrotafólki hegnt.

Þriðja óþolandi rökvillan í Metoobrjálæðinu er svo þegar sagt er að hinir útskúfuðu og fordæmdu menn hafi sært "fórnarlömbin" og séu "gerendur". Er ekki málið að margir eða allir særast í þessum deilum? Alla vega, þá eru allir bæði gerendur og fórnarlömb, þegar sá missir æru og vinnu sem kannski hefur bara gert eitthvað í góðri trú.

Í þessari þriðju rökvillu sem er fáránleg felst þessi ranghugmynd og meginfirra að kynlíf sé sársaukalaust og öll kynferðisleg samskipti kynjanna. Það er bara nákvæmlega þveröfugt, þar blandast saman bæði sársauki og sæla, en gagnkynhneigt fólk laðast samt hvert að öðru þrátt fyrir gríðarlegan vanda við samdráttinn, viðkynninguna, hjónaböndin og allan pakkann, og samkynhneigðir líka auðvitað.

Þetta er allt svo huglægt að hægt er að gera þetta til að ná sér niður á fólki í pólitískum og samfélagslegum tilgangi. Í vissum tilfellum getur það auðvitað verið satt að konur og jafnvel karlar hafi farið svo illa útúr samskiptum við hitt kynið að bætur eða afsökun eða hvað það nú er þurfi að koma í staðinn. Það er bara mjög langt gengið að ganga út frá því sem staðreynd að þannig sé það alltaf þegar einhver eða einhverjir sjá ástæðu til að ófrægja einhvern eða einhverja. Allskonar hvatir geta búið að baki slíku, jafnvel þótt sannleikskorn geti verið í öllum þessum málum. Samt getur hatur, öfund, illgirni, athyglisýki og valdafíkn verið undirrótin frekar en einhverjar göfugar og réttlætanlegar ástæður.

Með því að skapa hatur á milli kynjanna svona er verið að búa til óvild sem getur varað áratugum saman og lífið útá enda. Af hverju eru þessar konur að sækjast eftir því í "Öfgum", eða einhverjar aðrar?

Fréttalæsi þarf á fólkið sem hefur gáfur til að virka sannfærandi og fara með hálfsannleika. Fréttalæsi er það kallað held ég, þetta nýja hugtak yfir það að sjá í gegnum fréttir og hvaða pólitíska markmiði þær þjóna. Eitt það albezta við okkar tíma er að fólk er orðið miklu fréttalæsara en áður, og skoðanalæsara, áróðurslæsara.

Ég vona bara að fæstir vilji Frönsku byltinguna aftur með höggstokkum. Ef reiðin heldur áfram að aukast gæti svo farið.

Ég vil enda þennan pistil á jákvæðum nótum og fagna því að fréttalæsi hefur aukizt, en vandinn er að á sama tíma hefur kúgun á grundvelli femínazisma/femínismafasisma aukizt. Hvað er rétta orðið yfir þetta fyrirbæri?  Maskúlínismi er þetta ekki, en femínismavaldaréttlæting, eða femínismakúgunarréttlæting, eða ójöfnuðarréttlæting femínismans. Svo er talað um jákvæða mismunun, slíkt getur aldrei gert alla hamingjusama.

Þessi stormur verður að ganga yfir, hvernig er hægt að segja að hann sé konum til sóma? Karlar í þessu Metoobrjálæði missa jú æruna, vinnuna og sumir heilsuna og lífið (sem farga sér eða veikjast), en einnig fjölmargar konur. Þetta er hið fullkomna brjálæði, þetta Metoo, og eykur á óhamingju og ofbeldi, það hlýtur bara að vera.

Að lokum verður þó að minnast á einn viðbjóðinn í viðbót í þessu kynjastríði sem varpar ljósi á að tilgangurinn er ærumissir og embættismissir nema femínista.

Aftur og aftur nota femínistar í kommentakerfum DV og víðar spurninguna:"Hver ert þú?" þegar reynt er að kasta rýrð á andstæðinga femínismans.

Í þessari spurningu felst þessu fullyrðing: Ef þú gegnir ekki merkilegri stöðu ertu nóbodý, enginn, fávís almúgi sem átt að þegja. Þessi spurning femínistanna varpar skýru ljósi á tilgang þeirra: Að drottna yfir öðrum með frekju og yfirgangi, gera lítið úr öllum öðrum. Það ætti ekki að skipta máli hver segir hlutina heldur hvað er sagt, en viðurkenna femínistar það almennt eða eru þeir fleiri eins og þessi setning lýsir manneskjunni sem hana sagði?

Ef þetta er viðhorf sem femínistar ættu að vera stoltir af er margt orðið undarlegt og vissulega menningin hrunin til grunna.

Ég leyfi Hildi Eir Bolladóttur presti á Akureyri að hafa síðasta orðið. Hún segir að bæði þolendur og gerendur þurfi á ást að halda. Varla er hægt að orða þetta betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 136
  • Sl. sólarhring: 137
  • Sl. viku: 771
  • Frá upphafi: 107892

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband