30.6.2021 | 00:12
Réttlæti úr iðrum jarðar (ljóð)
Hinn reiði maður
mun ekki iðrast þess
sem hafði gerzt
og gerist á ný
því konan hans...
Og allt hitt, sem fór til spillis...
Ef hið stóra gerist,
þá var það aðeins réttlætið að verki,
því það hefur sinn gang,
og aðferðinni stjórna ekki þær eða þeir.
Svikin
sem ég þoldi,
og öll mín afrek
til einskis,
eins og vinnan...
að fara með öðrum...
hefndin liggur í gjótum hinna réttlátu og óréttlátu.
Það verður alltaf misskilið.
Þegar þú færð ekki greitt
verður þér sama.
Mannhatrið er þeirra kærkomni gestur,
þau hafa engu að tapa lengur,
en Reykjavík brotnar frá skaganum
og allt fer í tætlur.
Ekkert skjól,
því það ómögulega gerðist.
Við erum komin á forsögulegan tíma.
Héðan af getur allt gerzt.
Er ein útgönguleið verri en önnur?
Erum við ekki einmitt að biðja um að þurfa ekki að bíða eftir því
að mannlegur vilji murrki úr okkur líftóruna?
21. apríl 2021.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 76
- Sl. sólarhring: 193
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 129875
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 580
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.