Veiðileyfið á sterkara kynið meðal biturra

Biturleikinn á sér heimili á DV. Þar skrifa reiðar konur pistla um þau gleðitíðindi þegar þær finna karla og stráka sem eitthvað gera af sér. Nokkrir meðvirkir karlar fá að skrifa pistla líka, ef þeir fylgja karlhatursstefnunni miskunnarlaust.

Saman safnast svo hjörð athugasemdavirkra sem níðist á hræjunum sem misstíga sig. Þar gildir lögmálið að bíta til bana, ekki mennskt siðgæði heldur siðgæði rándýrsins og hræætunnar.

Af þessum sökum eru svona fjölmiðlar eins og DV kallaðir sorprit. Þessi mannhatursstefna og karlhatursstefna hefur keyrt pappírsútgáfuna í þrot, en það er ennþá markaður fyrir þetta, því nóg er hatrið á milli kynjanna til að lesendur finnist sem velta sér uppúr neikvæðninni.

Það þýðir ekki að reyna að koma vitinu fyrir fólk sem stjórnast af hatri. Það veit karlinn sem lemur konur, hann sér rautt. Það veit fólkið sem stjórnast af karlfyrirlitningu. Það er jafnvel gagnslaust að rökræða við fólk sem er á þessu vítisstigi tilfinninganna. Það er á myrkum stað og þarf ást en ekki hatur til að komast uppúr myrkri sálarinnar.

Þetta fólk þarf að skilja ástæður á bak við brotin, hvort sem þau verða glæpamál eða haldast sem gremjuefni án aðkomu laga og réttar.

Það er sigur þegar hinn bitri hlustar og meðtekur rök. Það minnkar líkurnar á að hinir bitru hlusti þegar ekki er reynt að nálgast ólík sjónarmið.

Hvar er haturslögreglan þegar frægir eða ófrægir karlar eru níddir niður af biturleikans leyfishöfum? Er þetta bara of nýtt í menningunni til að margir taki eftir þessu?

Ég held að heimilisofbeldið aukist frekar en minnki þegar ástandið er svona. Enda eru rannsóknir sem sýna það frá Bandaríkjunum, til dæmis að þar bindast menn kvenhaturssamböndum og mynda samtök í þessa átt sem mótvægisaðgerðir.

Vegna hins kerfisbundna ofbeldis gegn konum í gegnum aldirnar hefur kvennamenningin (metoomenningin sérstaklega) mótazt þannig að þær hlusta án gagnrýni á sögur um ofbeldi, og það er nefnt skilyrðislaus ást. Svo ef maður les þessar sögur í nútímanum kemur í ljós að þar er enginn greinarmunur gerður á ljótu ofbeldi og einhverju sem gerist fyrir tilviljun, persónulegum samskiptum sem valda óánægju en erfitt er að rökstyðja að hafi verið af neikvæður ásetningur á ferðinni gegn konum.

Í kjölfarið er eins og það sé leyfilegt af dómstóli götunnar að fullyrða að veiðileyfi megi gefa út á tegundina sem heild, karlkynið. Þetta nær auðvitað engri átt og er ekki merki á siðuðu samfélagi, sízt hámenningarsamfélagi eð velmegunarsamfélagi, nema það sé á leiðinni til helvítis og á hnignunarbraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 579
  • Frá upphafi: 107237

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 450
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband