Ofbeldið sem pabbi beitti mig þroskaði mig

Ekki get ég státað af góðum eða þægilegum fjölskylduaðstæðum. Ein ágæt kona hefur hér á blogginu fjallað um raunir skilnaðarbarna, en mínir foreldrar voru raunar aldrei giftir, en ekki var skemmtilegra að alast upp við þær aðstæður, svo ég flúði til ömmu og afa.

 

Mínar skoðanir mótast mikið af þessu uppeldi. Faðir minn, fæddur skömmu eftir stríðslok, er í anda sínum mjög gamaldags sveitamaður sem trúir á hörku við uppeldi, aga og leiðindi við sín börn ef hann getur gagnrýnt þau. Móðir mín er ofdekruð, misþroska frekjudolla, eigingjörn, sjálfhverf og ófær um að ala upp börn, með lítið sem ekkert raunveruleikaskyn, lifir í draumaheimi sem breytist í martröð í veruleikanum.

 

Afi minn og amma í móðurættinni voru samt gott fólk og gallalaust sem ég get ekkert neikvætt sagt um, frá mínum bæjardyrum séð. Þar fékk ég gott uppeldi og þau komu mér í foreldrastað. Þar lærði ég líka góða íslenzku.

 

Um páskana 1985 fór ég í heimsókn til pabba og stjúpmömmu til Akureyrar, þar sem þau bjuggu þá. Ég dvaldi þar í um það bil viku. Pabbi bjóst við því að ég væri að hjálpa honum á verkstæðinu, en það gerði ég ekki. Ég fór varla útúr húsi, var að teikna myndasögur, búa til ljóð, lesa bækur og hlusta á spólur eða plötur. Fyrir þetta fékk ég endalausar skammir alla dagana sem ég var þarna. Hann sagði að ég hefði ekkert gagn af því að koma á nýjan stað ef ég færi aldrei út og kynntist fólki eða skoðaði bæinn. Mér var sama hvað hann sagði. Ég hafði mín áhugamál og nóg að gera.

 

Hann sagði að ég léti stjórnast af mömmu, og hennar fyrirætlunum að gera úr mér listamann. Þetta var ekki alveg satt hjá honum, þetta var minn áhugi. Þegar maður fékk hrós fyrir eitthvað eins og listastörf fékk maður auðvitað meiri áhuga á þeim. Það var ekki mamma sem stjórnaði því, allt mitt félagslega umhverfi miklu frekar.

 

Hann talaði af fyrirlitningu um listamenn og sagði að þeir væru aumingjar sem ekkert gæfu til þjóðfélagsins, að allir listamenn væru helvítis sníkjudýr á þjóðfélaginu. Hann vildi að ég ynni verkavinnu eins og hann, eða eitthvað vel launað. Hann vildi senda mig á sjóinn til að kenna mér að vinna, eins og hann orðaði það. Auðvitað tók mamma það ekki í mál, enda voru þau sjaldan sammála um neitt.

 

Hann talaði um bóknám af fyrirlitningu, því sjálfur var hann ekki langskólagenginn, og kunni illa að stafsetja og skrifa hlutina. Hann talaði um Ólaf bróður sinn, sem alltaf væri í Háskólanum, en ekkert yrði úr, hann væri að vísu eitthvað að vinna hjá Sjónvarpinu (RÚV) við prófarkalestur, en fengi lítil laun fyrir það.

 

Hann vildi að ég færi á sjóinn eða að vinna við höfnina, fengi mér vel launaða verkamannavinnu, sjálfur vann hann við bílaviðgerðir á vöruflutningaverkstæði.

Faðir minn er samt innmúraður og innvígður í Samfylkinguna og Alþýðuflokkinn þar áður, fæddist inní þá klíku og þekkir ekkert annað. Þeir örfáu hægrimenn sem voru og eru í minni föðurætt fengu eða fá ekki alltaf góðar viðtökur hjá honum og krataklíkunni í ættinni.

 

Það var um þessa páska árið 1985 sem ég heyrði fyrst talað um Hitler. Pabbi, hinn mikli jafnaðarmaður, talaði lengi um Hitler af virðingu, sagði hann að vísu hafa verið samvizkulausan fjöldamorðingja, en aginn hafi aldrei verið eins mikill og í Þriðja Ríkinu. Hann sagði að þessi agi gerði börn dugleg. Þetta mótaði mig mikið, þessi orð jafnaðarmannsins mikla, sem hatar Hitler á yfirborðinu en ber ómælda virðingu fyrir honum innst inni.

 

Löngu seinna áttaði ég mig á því að auðvitað hafði ég verið beittur ofbeldi um þessa páska, andlegu ofbeldi, því þetta var stöðugt niðurrif alla þessa daga. Það beit svo sem ekkert á mig á meðan á dvölinni stóð, ég fór ekkert að gráta eða neitt slíkt, enda orðinn 14 ára, á 15. ári, en rótfestist í sálinni, efasemdir um sjálfan mig, móðurættina, og uppeldisaðferðir mömmu, mín áhugamál og margt þar fram eftir götunum.

 

Engu að síður er ég ekkert að kvarta yfir þessu sérstaklega, en þetta má bara koma í ljós eins og annað. Þetta var bara svona, og þetta þroskaði mig. Ég sá hlutina á nýjan hátt eftir þetta, en það sem mér sárnaði var hversu skilningslaus og takmarkaður hann var. Okkar samskipti urðu þó skárri eftir að ég gaf út hljómdiskana mína, því þá fór hann að virða mig og hélt sig til hlés, viðurkenndi að ég hafði afrekað eitthvað í lífinu þrátt fyrir allt.

 

Þess vegna finnst mér það koma úr hörðustu átt þegar jafnaðarmenn og Samfylkingarfólk telur rasista annars flokks mannverur. Pabbi, sem aldrei hefur kosið annað en Samfylkinguna og Alþýðuflokkinn, býst ég við, vakti áhuga minn á þjóðernisjafnaðarstefnunni og öllu slíku. Ég var svo mikið barn að ég þekkti ekki fortíðina og menninguna.

 

Ekki fannst mér heldur skemmtilegt að alast upp hjá mömmu. Hún varð bitur femínisti með aldrinum sem kenndi körlum um allt sem hún gat fundið til að kvarta undan. Hjá ömmu og afa leið mér vel, þau voru regluföst, öguð, kurteis, vel kristin og góð að öllu leyti. Amma vildi kenna mömmu móðurlegar dyggðir og gildi feðraveldisins, en mamma lét aldrei að stjórn með það.

 

Mamma hefur ekki verið hamingjusöm kona, og ég verð að vera pabba fullkomlega sammála með hans túlkun á henni, að ef hún hefði hætt að berjast við karlmenn og hætt að heimta völd og sinnt sínum kvenlegu skyldum hefði hún orðið hamingjusamari. Auk þess er mamma haldin kaupfíkn, og hefur lent í skuldum við fjölskyldumeðlimi og aðra nátengda. Hún neitar alltaf að eitthvað sé að sér andlega, og kennir öðrum um allt. Ef hún er gagnrýnd snýr hún því strax upp á aðra. Sem er ástæðan fyrir því að hún hefur verið beitt ofbeldi, en hún kippir sér aldrei upp við það, heldur bara þetta andlega, að vera ekki virt nógu mikið, að fólk sé ekki sammála henni og eitthvað slíkt.

 

Í öllum femínistum og femínísku tali sé ég mömmu fyrir mér, konuna sem kennir alltaf öðrum um, sér aldrei vandann hjá sjálfri sér. Konunni sem vill ekki vera eins og "gömlu góðu húsmæðurnar" (eins og hún orðar það) en hefði samt gott af því að lúta slíkum aga og taka sér þær til fyrirmyndar, ömmu og konur af hennar kynslóð. Þær konur voru og eru yndislegar, góðar við börn og alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 73
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 732
  • Frá upphafi: 107194

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband