Úrelt öfgajafnaðarstefna innan kirkjunnar

Eins og Björn Bjarnason bendir réttilega á er Ísland ávallt nokkrum árum eða áratugum á eftir þegar kemur að innflytjendamálum og vandamálum í þeim efnum. Fréttafólkinu á RÚV mun ábyggilega ekki finnast það fréttaefni þegar stjórnvöldin í Svíþjóð vakna loks upp af vondum draumi eða veruleika og segja sannleikann um hvernig hryðjuverkaöfl eru þar í landi að ná tökum, vegna sofandaháttar í innflytjendamálum. Þess vegna býst ég síður við frétt um stefnubreytingu Svía, nema einhver rangsnúin fréttaskýring fylgi.

Það kemur mér ekkert á óvart að valdafólk innan kirkjunnar hafi samúð með flóttabörnum og flóttafólki, enda er nú umburðarlyndið eitt helzta tákn kirkjunnar. Hins vegar er loksins komin meiri umræða um það þegar glæpagengi senda inn heilu fjölskyldurnar til að umbylta þjóðfélögunum innanfrá. Flóttamenn eru sumir kostaðir af pólitísku öfgafólki og þetta hefur verið lengi vitað, en ekki ratað mikið í víðlesna eða víðheyrða fjölmiðla. 

Það kemur mér ekki á óvart að kjánalegt kirkjuþing sem fjallar um málefni síðasta árs álykti svona. Hvað er þá fréttnæmt við þann kjánaskap? Áslaug Arna er kjarkmikil kona, og loksins núna er ég aftur farinn að fá trú á femínistum og konum við völd. 


mbl.is Kirkjuþing álykti um brottvísanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 125410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 552
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband