ESB hefur mistekizt að halda friði í Evrópu, og hefðbundin stjórnmál eru í krísu

Vopnavæðingartal í Norðurlöndunum er mjög á skjön við sögu Norðurlandanna. Norðurlöndin voru mestu friðarþjóðirnar frá því ég var barn.

Hnignun ríkir á Norðurlöndum eins og Vesturlöndum, menningarhnignun, efnahagshnignun, siðferðishnignun, trúarhnignun.

Leiðtogar sem halda að lausnin við öllum vandamálum sé stríðsæsingur, að efla og stækka innlenda heri og búa þá undir stríð eru að koma manni á óvart, þar um er að ræða konur við völd og það á Norðurlöndum, sem talin voru mestu friðarríkin!

Sumir hæðast að þeim hugmyndum að Rússar geri hernaðarlega árás á Norðurlöndin og telja að slíkt muni tæplega eiga sér stað.

Arnar Loftsson hefur skrifað góða pistla um frið við Rússa. Fleiri hafa bent á að Vesturlönd eru að stigmagna stríðið við Rússa og nota Úkraínumenn til þess, pistlar Rúnars Kristjánssonar eru fræðandi um það.

Eins og kemur fram í þessari frétt er Kína talið ógn við Danmörku og Vesturlönd ekki síður en Rússland.

Mette Frederiksen dettur aldrei í hug að eitthvað sé til í því sem Gunnar Rögnvaldsson og fleiri hafa fjallað um, að efnahagsvandi Evrópu stafi af of miklu regluverki og ESB skrifræði, kommúnisma og slíku.

Ótti Mette Frederiksen snýst kannski um annað, að femínisminn sem hún trúir á sé að hrynja til grunna, og rússneska þjóðfélagsgerðin gæti sigrað á Vesturlöndum aftur, kristni, íhaldsöm gildi, feðraveldi og annað slíkt, sem fólk fer kannski að þrá aftur.

En eins og ég hef skrifað um og aðrir, það er erfitt að snúa við breytingum með vopnavaldi.

Ef almenningur kýs aftur hin gömlu gildi en ekki femínismann, þá mun það jafnvel ekki duga að sigra Rússa í hernaði, því almenningur í löndunum mun kjósa flokka sem bjóða upp á annan valkost en Mette Frederiksen býður uppá og þannig pólitíkusar miðjunnar, sósíalismans.


mbl.is Danir segja Rússland verulega ógn við öryggi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2024

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 86
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 745
  • Frá upphafi: 107207

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 566
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband